
Íslenski boltinn
Milan slapp með skrekkinn

Einn leikur fór fram í ítölsku A-deildinni í dag. Siena náði þá nokkuð óvænt 1-1 jafntefli gegn stórliði Milan á hemavelli sínum. Massimo Maccarone kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en varnarmaðurinn Alessandro Nesta jafnaði fyrir Milan í uppbótartíma. Ancelotti þjálfari hvíldi lykilmenn á borð við Kaka í leiknum og það var nálægt því að kosta liðið tap í dag.