Stelpurnar luku keppni á sigri

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta batt í kvöld enda á sumarvertíðina hjá landsliðunum með góðum sigri á Írum í Dublin 67-62. Þetta var fyrsti útisigur liðsins í Evrópukeppni og tryggði hann því þriðja sætið í riðlinum á eftir Hollendingum og Norðmönnum. Helena Sverrisdóttir skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir íslenska liðið.