Hópur fjárfesta styrkir skóla fyrir fatlaða Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:45 Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla. Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla.
Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira