Þór frá Akureyri og Skallagrímur í Borgarnesi tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta. Borgnesingar lögðu Stjörnuna naumlega á heimavelli 87-84 eftir framlengdan leik og Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Keflvíkinga suður með sjó 90-80.
Þórsarar mæta Snæfellingum í Stykkishólmi í 8-liða úrslitunum klukkn 16:00 á laugardaginn og Skallagrímsmenn sækja Grindvíkinga heim á sama tíma. Annað kvöld eigast við ÍR og Fjölnir í Seljaskóla og Hamar tekur á móti Tindastóli. Sigurvegararnir úr þeim leikjum mæta Njarðvík og KR í 8-liða úrslitunum á sunnudaginn.
Næstkomandi fimmtudagskvöld fara svo fram undanúrslitaleikir í keppninni og úrslitaleikurinn er á sunnudag.