Greið leið fyrir fíkniefnasmyglara víða um land 21. september 2007 13:00 Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi. Pólstjörnumálið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira