Todt: Stepney tapaði glórunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 12:30 Todt hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney. Nordic Photos / Getty Images Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt." Formúla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt."
Formúla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira