Hvernig er að deyja? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. október 2007 11:59 MYND/Getty Images Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu. Vísindi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu.
Vísindi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira