Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á æfingamóti í Hollandi. Í þetta sinn fyrir Spáni, 30-19.
Staðan í hálfleik var 11-7 Spánverjum í vil.
Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir gerðu þrjú, Auður Jónsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir tvö og Hildigunnur Einarsdóttir eitt.
Íris Björk Símonardóttir varð sex skot og Berglind Íris Hansdóttir fjögur.