Fyrsta pöntun á 100 dollara tölvum Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 30. október 2007 12:19 MYND/AFP Urugvæ er fyrsta landið til að gera opinbera pöntun á hinum svokölluðu 100 dollara tölvum. Ríkisstjórnin keypti 100 þúsund tölvur fyrir skólabörn á aldrinum sex til 12 ára. Til stendur að kaupa 300 þúsund tölvur í viðbót handa hverju skólabarni í landinu fyrir árið 2009. Pöntunin er mikill fengur fyrir eina „tölvu á barn"- samtökin sem standa á bakvið framleiðslu tölvanna. Samtökin höfðu viðurkennt að tregða væri á pöntunum. Nicholas Negroponte stofnandi samtakanna sagði nýlega í viðtali við the New York Times að hann hefði vanmetið muninn á því innsigla kaup með handabandi og að peningar kæmu inn fyrir pöntunum. Hann bætti þó við að hann væri mjög ánægður með fyrstu pöntunina.Hönnuð fyrir notkun í þróunarlöndumMYND/APTölvan er kölluð OX ferðatölvan og var þróuð sérstaklega til notkunar fyrir börn í þróunarlöndum.Hún er endingargóð, vatnsheld og getur gengið fyrir sólarorku, fótpumpu eða hleðslutæki sem veitir orku með því að togað er í streng á því. Hægt er að lesa á skjáinn í sólskyni svo auðvelt er að nota tölvuna úti.Upphaflegar áætlanir um að selja tölvurnar á 100 dollara stykkið, eða rúmar sex þúsund krónur, hafa breyst. Verðið hefur hækkað í 188 dollara eða tæpar 11.400 krónur.Þá var ríkisstjórnum boðið að kaupa 250 þúsund tölvur í einu, en nú er ýmsum aðferðum beitt til að selja eða dreifa.Sem dæmi getur almenningur keypt vél um leið og það kaupir tölvu fyrir barn í þróunarlöndum. Til að byrja með mun „keyptu eina, gefðu eina" prógrammið dreyfa tölvum í Kambódíu, Afghanistan, Rúanda og Haítí.Almenningur getur einnig gefið 100 tölvur í einu eða fleiri til einhvers lands að eigin vali. Þá kostar hver tölva 299 dollara, eða rúmar 18 þúsund krónur. Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Urugvæ er fyrsta landið til að gera opinbera pöntun á hinum svokölluðu 100 dollara tölvum. Ríkisstjórnin keypti 100 þúsund tölvur fyrir skólabörn á aldrinum sex til 12 ára. Til stendur að kaupa 300 þúsund tölvur í viðbót handa hverju skólabarni í landinu fyrir árið 2009. Pöntunin er mikill fengur fyrir eina „tölvu á barn"- samtökin sem standa á bakvið framleiðslu tölvanna. Samtökin höfðu viðurkennt að tregða væri á pöntunum. Nicholas Negroponte stofnandi samtakanna sagði nýlega í viðtali við the New York Times að hann hefði vanmetið muninn á því innsigla kaup með handabandi og að peningar kæmu inn fyrir pöntunum. Hann bætti þó við að hann væri mjög ánægður með fyrstu pöntunina.Hönnuð fyrir notkun í þróunarlöndumMYND/APTölvan er kölluð OX ferðatölvan og var þróuð sérstaklega til notkunar fyrir börn í þróunarlöndum.Hún er endingargóð, vatnsheld og getur gengið fyrir sólarorku, fótpumpu eða hleðslutæki sem veitir orku með því að togað er í streng á því. Hægt er að lesa á skjáinn í sólskyni svo auðvelt er að nota tölvuna úti.Upphaflegar áætlanir um að selja tölvurnar á 100 dollara stykkið, eða rúmar sex þúsund krónur, hafa breyst. Verðið hefur hækkað í 188 dollara eða tæpar 11.400 krónur.Þá var ríkisstjórnum boðið að kaupa 250 þúsund tölvur í einu, en nú er ýmsum aðferðum beitt til að selja eða dreifa.Sem dæmi getur almenningur keypt vél um leið og það kaupir tölvu fyrir barn í þróunarlöndum. Til að byrja með mun „keyptu eina, gefðu eina" prógrammið dreyfa tölvum í Kambódíu, Afghanistan, Rúanda og Haítí.Almenningur getur einnig gefið 100 tölvur í einu eða fleiri til einhvers lands að eigin vali. Þá kostar hver tölva 299 dollara, eða rúmar 18 þúsund krónur.
Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira