Enn mótmælt í Búrma Guðjón Helgason skrifar 31. október 2007 12:21 Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot. Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot.
Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira