Körfubolti

Yfir 200 milljónir horfa í kvöld

Yao Ming er í guðatölu í Kína og búist er við því að áhorfendametið þar í landi falli í kvöld þegar hann mætir Yi og félögum í Milwaukee
Yao Ming er í guðatölu í Kína og búist er við því að áhorfendametið þar í landi falli í kvöld þegar hann mætir Yi og félögum í Milwaukee NordicPhotos/GettyImages

Fastlega er gert ráð fyrir að yfir 200 milljónir Kínverja muni í nótt fylgjast með leik Houston og Milwaukee í NBA deildinni þar sem tvær helstu körfuboltastjörnur landsins leiða saman hesta sína.

Stórstjarnan Yao Ming hjá Houston mætir þar nýliðanum Yi Jianlian hjá Milwaukee og búist er við að leikurinn toppi jafnvel þær 200 milljónir áhorfenda sem sáu Yao Ming etja kappi við Shaquille O´Neal þegar hann var nýliði árið 2002.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera mikið úr þessum áhorfendatölum, enda hefur fátt annað eins sést þar í landi. Til samanburðar má geta þess að "aðeins" 93 milljónir manna sáu úrslitaleikinn um Ofurskálina í NFL deildinni á síðustu leiktíð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×