Chavez hótar spænskum fyrirtækjum Óli Tynes skrifar 15. nóvember 2007 14:48 Chavez er af mörgum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Hann kann því illa. Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. Konungur lét þessi hvössu orð falla á ráðstefnu spænsk-amerískra ríkja í Chile um síðustu helgi. Þar úthúðaði Chavez Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar. Kallaði hann meðal annars fasista. Núverandi forsætisráðherra Jose Luis Zapatero reyndi kurteislega að bera blak af fyrirrennara sínum. Hann sagði meðal annars við Chavez að það væri vel hægt að vera ósammála einhverjum án þess að uppnefna hann. Chavez lét sér ekki segjast og var með stöðug framíköll meðan Zapatero talaði. Spánarkonung brast þá þolinmæðin og hann hrópaði að Chaves; "Af hverju heldur þú ekki kjafti." Viðstaddir fréttamenn segja að þótt þetta hafi verið óvenjuleg kveðja á slíkum stað, hafi Spánarkonungur líklega talað fyrir munn margra. Chavez er enda stundum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Á blaðamannafundi sagði Chaves að konungurinn hefði misst stjórn á skapi sínu og það minnsta sem hann gæti gert væri að biðjast afsökunar. Og forsetinn lét á sér skilja að ef hann ekki gerði það, gæti syrt í álinn hjá spænskum fyrirtækjum í Venesúela; "Við höfum enga þörf fyrir Stantander og BBVA(spænskir bankar). Og það segir enginn að við getum ekki þjóðnýtt aftur það sem við höfum einkavætt." Á Spáni er Juan Carlos hinsvegar þjóðhetja. Brosandi út að eyrum segja Spánverjur hver öðrum að halda kjafti, af minnsta tilefni. Því er tekið með skellihlátri. En forseta Venesúela er ekki skemmt. Innlent Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. Konungur lét þessi hvössu orð falla á ráðstefnu spænsk-amerískra ríkja í Chile um síðustu helgi. Þar úthúðaði Chavez Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar. Kallaði hann meðal annars fasista. Núverandi forsætisráðherra Jose Luis Zapatero reyndi kurteislega að bera blak af fyrirrennara sínum. Hann sagði meðal annars við Chavez að það væri vel hægt að vera ósammála einhverjum án þess að uppnefna hann. Chavez lét sér ekki segjast og var með stöðug framíköll meðan Zapatero talaði. Spánarkonung brast þá þolinmæðin og hann hrópaði að Chaves; "Af hverju heldur þú ekki kjafti." Viðstaddir fréttamenn segja að þótt þetta hafi verið óvenjuleg kveðja á slíkum stað, hafi Spánarkonungur líklega talað fyrir munn margra. Chavez er enda stundum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Á blaðamannafundi sagði Chaves að konungurinn hefði misst stjórn á skapi sínu og það minnsta sem hann gæti gert væri að biðjast afsökunar. Og forsetinn lét á sér skilja að ef hann ekki gerði það, gæti syrt í álinn hjá spænskum fyrirtækjum í Venesúela; "Við höfum enga þörf fyrir Stantander og BBVA(spænskir bankar). Og það segir enginn að við getum ekki þjóðnýtt aftur það sem við höfum einkavætt." Á Spáni er Juan Carlos hinsvegar þjóðhetja. Brosandi út að eyrum segja Spánverjur hver öðrum að halda kjafti, af minnsta tilefni. Því er tekið með skellihlátri. En forseta Venesúela er ekki skemmt.
Innlent Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira