NBA í nótt: Boston enn taplaust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2007 11:55 Paul Pierce skoraði sigurkörfu leiksins í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann nauman sigur á Miami Heat, 92-91, í æsispennandi leik. Það var Paul Pierce sem tryggði Boston sigurinn með körfu þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Dwyane Wade reyndi að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en skot hans geigaði. Boston var með fimmtán stiga forskot í fjórða leikhluta en glæsilegur 15-0 sprettur hjá Miami gerði það að verkum að staðan var jöfn þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Shaquille O'Neal og Udonis Haslem klikkuðu báðir á einu víti á lokakaflanum og reyndist það dýrkeypt. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 26 stig og ellefu fráköst. Ray Allen var með nítján stig og James Posey kom öflugur inn með þrettán stig. Posey lék einnig vel í vörn en hann pressaði á Wade undir lokin sem gerði það að verkum að hann brenndi af skotinu sínu. Dwyane Wade var í fyrsta sinn í byrjunarliði Miami eftir meiðslin sín en hann var stigahæstur sinna manna með 23 stig. Hann hitti úr átta af fimmtán skotum sínum en það dugði ekki til. Miami hefur aðeins unnið einn leik af níu á tímabilinu. Boston hefur hins vegar unnið alla sína átta leiki. Cleveland Cavaliers batt enda á fimm leikja sigurhrinu Utah Jazz með sigri á heimavelli, 99-94. LeBron James var drjúgur hjá Cleveland en 34 af hans 40 stigum komu í síðari hálfleik. James var einnig með tíu fráköst og níu stoðsendingar. Carlos Boozer var með 26 stig hjá Utah og ellefu fráköst. LA Lakers vann einnig góðan sigur á Detroit Pistons á heimavelli, 103-91, eftir að liðið skoraði 41 stig í fjórða leikhluta. Lamar Odom var með 25 stig og fimmtán fráköst en Kobe Bryant kom næstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Tim Duncan gerði sér lítið fyrir og varði skot Yao Ming í leik San Antonio og Houston í nótt þegar níu sekúndur voru eftir en San Antonio vann leikinn, 90-84. Duncan var með 25 stig og þrettán fráköst. Houson lék án Tracy McGrady sem var frá vegna meiðsla en Luis Scola var stigahæstur hjá liðinu í nótt með 20 stig. Yao kom næstur með fjórtán og níu fráköst. Orlando Magic vann sinn sjötta útisigur í röð þegar liðið vann New Jersey, 95-70. Dwight Howard skoraði 21 stig og tók nítján fráköst. Hjá New Jersey var Jason Kidd stigahæstur með ellefu stig. Hann var með þrefalda tvennu, einu sinni sem oftar, en hann tók nítján fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Philadelphia lenti 25 stigum undir í fyrri hálfleik gegn Portland en vann engu að síður leikinn á endanum, 92-88. Louis Williams var með 19 stig í seinni hálfleik fyrir Philadelphia en leikmenn liðsins klikkuðu á fimmtán skotum í röð í fyrri hálfleik. Stigahæstu menn liðsins voru Brandon Roy og LaMarcus Aldridge með 25 stig hver. Golden State vann loksins sinn fyrsta leik í nótt og hafa þá öll liðin í deildinni unnið leik. Úrslit leikja í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 110-101Philadelphia 76ers - Portland Trail Blazers 92-88Boston Celtics - Miami Heat 92-91 New Jersey Nets - Orlando Magic 70-95 Atlanta Hawks - Seattle SuperSonics 123-126 (eftir framlengingu)Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-94 Memphis Grizzlies - New Orleans Hornets 118-120San Antonio Spurs - Houston Rockets 90-84 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 89-105Sacramento Kings - New York Knicks 123-118LA Lakers - Detroit Pistons 103-91Golden State Warriors - LA Clippers 122-105 NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann nauman sigur á Miami Heat, 92-91, í æsispennandi leik. Það var Paul Pierce sem tryggði Boston sigurinn með körfu þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Dwyane Wade reyndi að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en skot hans geigaði. Boston var með fimmtán stiga forskot í fjórða leikhluta en glæsilegur 15-0 sprettur hjá Miami gerði það að verkum að staðan var jöfn þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Shaquille O'Neal og Udonis Haslem klikkuðu báðir á einu víti á lokakaflanum og reyndist það dýrkeypt. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 26 stig og ellefu fráköst. Ray Allen var með nítján stig og James Posey kom öflugur inn með þrettán stig. Posey lék einnig vel í vörn en hann pressaði á Wade undir lokin sem gerði það að verkum að hann brenndi af skotinu sínu. Dwyane Wade var í fyrsta sinn í byrjunarliði Miami eftir meiðslin sín en hann var stigahæstur sinna manna með 23 stig. Hann hitti úr átta af fimmtán skotum sínum en það dugði ekki til. Miami hefur aðeins unnið einn leik af níu á tímabilinu. Boston hefur hins vegar unnið alla sína átta leiki. Cleveland Cavaliers batt enda á fimm leikja sigurhrinu Utah Jazz með sigri á heimavelli, 99-94. LeBron James var drjúgur hjá Cleveland en 34 af hans 40 stigum komu í síðari hálfleik. James var einnig með tíu fráköst og níu stoðsendingar. Carlos Boozer var með 26 stig hjá Utah og ellefu fráköst. LA Lakers vann einnig góðan sigur á Detroit Pistons á heimavelli, 103-91, eftir að liðið skoraði 41 stig í fjórða leikhluta. Lamar Odom var með 25 stig og fimmtán fráköst en Kobe Bryant kom næstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Tim Duncan gerði sér lítið fyrir og varði skot Yao Ming í leik San Antonio og Houston í nótt þegar níu sekúndur voru eftir en San Antonio vann leikinn, 90-84. Duncan var með 25 stig og þrettán fráköst. Houson lék án Tracy McGrady sem var frá vegna meiðsla en Luis Scola var stigahæstur hjá liðinu í nótt með 20 stig. Yao kom næstur með fjórtán og níu fráköst. Orlando Magic vann sinn sjötta útisigur í röð þegar liðið vann New Jersey, 95-70. Dwight Howard skoraði 21 stig og tók nítján fráköst. Hjá New Jersey var Jason Kidd stigahæstur með ellefu stig. Hann var með þrefalda tvennu, einu sinni sem oftar, en hann tók nítján fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Philadelphia lenti 25 stigum undir í fyrri hálfleik gegn Portland en vann engu að síður leikinn á endanum, 92-88. Louis Williams var með 19 stig í seinni hálfleik fyrir Philadelphia en leikmenn liðsins klikkuðu á fimmtán skotum í röð í fyrri hálfleik. Stigahæstu menn liðsins voru Brandon Roy og LaMarcus Aldridge með 25 stig hver. Golden State vann loksins sinn fyrsta leik í nótt og hafa þá öll liðin í deildinni unnið leik. Úrslit leikja í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 110-101Philadelphia 76ers - Portland Trail Blazers 92-88Boston Celtics - Miami Heat 92-91 New Jersey Nets - Orlando Magic 70-95 Atlanta Hawks - Seattle SuperSonics 123-126 (eftir framlengingu)Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-94 Memphis Grizzlies - New Orleans Hornets 118-120San Antonio Spurs - Houston Rockets 90-84 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 89-105Sacramento Kings - New York Knicks 123-118LA Lakers - Detroit Pistons 103-91Golden State Warriors - LA Clippers 122-105
NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum