Körfubolti

Ofurlið Chicago féll líka fyrir Orlando

Jordan, Pippen og Rodman máttu líka sætta sig við sitt fyrsta tap gegn Orlando fyrir 12 árum
Jordan, Pippen og Rodman máttu líka sætta sig við sitt fyrsta tap gegn Orlando fyrir 12 árum NordicPhotos/GettyImages

Mikið hefur verið rætt um góða byrjun Boston Celtics í NBA deildinni í haust en liðið tapaði sínum fyrsta leik fyrir Orlando í nótt. Sumir voru byrjaðir að líkja liði Boston við ógnarsterkt lið Chicago Bulls sem vann 72 leiki í deildarkeppninni fyrir 12 árum.

Þetta Chicago-lið, með Jordan, Pippen, Kukoc og Rodman innanborðs, setti met með þessum 72 sigurleikjum leiktíðina 1995-96. Það var líka Orlando sem var á sínum tíma fyrsta liðið til að leggja þetta Chicago-lið árið 1995.

Fyrir 12 árum og fimm dögum var lið Chicago með 5-0 árangur í deildinni þegar það fór til Orlando og tapaði 94-88 þar sem Penny Hardaway skoraði 36 stig fyrir Orlando en Michael Jordan skoraði 23 stig fyrir Chicago.

Þeir sem eru að leita eftir öðru eins tímabili hjá Boston nú, geta leikið sér að því að bera saman árangur þessara liða það sem eftir lifir veturs, en þá má Boston augljóslega ekki tapa mörgum leikjum fram á vorið. Chicago liðið vann nefnilega 41 af fyrstu 44 leikjum sínum í deildarkeppninni fyrir 12 árum.

Fyrir þá sem vilja bera saman árangur liðanna til þessa er hægt að smella hér og fylgjast með gengi Boston nú og goðsagnakenndu meistaraliði Chicago fyrir 12 árum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×