Framherjinn Penny Hardaway var í dag leystur undan samningi sínum við Miami Heat í NBA deildinni og því er útlit fyrir að endurkomu þessa 36 ára gamla leikmanns sé lokið.
Hardaway var látinn fara til að búa til pláss fyrir bakvörðinn Luke Jackson. Hardaway skrifaði undir tímabundinn samning við Miami í sumar eftir að hann hafði náð sér af aragrúa meiðsla sem jöfðu haldið honum frá keppni í nokkur ár.
Hann var á sínum tíma einn allra besti leikmaður deildarinnar og var upp á sitt besta þegar hann spilaði með Shaquille O´Neal um miðbik síðasta áratugar hjá Orlando Magic.