Örn Arnarson komst í undanúrslit í tveimur sundum á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Ungverjalandi í morgun og bætti Íslandsmet sitt í 50 metra baksundi.
Hann komst í undanúrslit í 50 metra baksundi á nýju Íslandsmeti, 24,30 sekúndum. Hann bætti fjögurra ára gamalt met sitt um sautján hundraðshluta úr sekúndu.
Hann skilaði sér í sjötta sætið í baksundinu og samkvæmt því á hann góðan möguleika á því að komast í sjálft úrslitasundið.
Í 100 metra skriðsundi synti hann á 48,57 sekúndum og var 0,15 sekúndum frá mánaðargömlu Íslandsmeti sínu. Það dugði honum í ellefta sætið og þar með í undanúrslitin.