Sport

Norðurlandamet hjá Erni - keppir ekki í skriðsundinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Örn Arnarson sundkappi.
Örn Arnarson sundkappi.

Örn Arnarson setti Norðurlandamet í 50 metra baksundi í morgun er hann synti á 24,30 sekúndum.

Hann varð í sjötta sæti í undanrásunum í morgun. Hann keppti einnig í morgun í 100 metra skriðsundi og komst þá í undanúrslit er hann synti á 48,57 sekúndum. Hann varð í ellefta sæti.

Örn mun þó ekki keppa í undanúrslitunum eftir hádegi í dag heldur einbeita sér að baksundinu.

Örn bætti í morgun fjögurra ára gamalt Íslandsmet sitt í greininni. Baksundið var áður fyrr hans langsterkasta grein en undanfarin ár hefur hann þurft að einbeita sér meira að öðrum sundgreinum vegna axlarmeiðsla sinna.

Nú virðist hins vegar sem svo að hann sé óðum að ná fyrra formi í baksundinu og gott betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×