Dagný Linda Kristjánsdóttir náði þeim prýðisgóða árangri að lenda í 31. sæti í bruni á heimsbikarmóti í St. Moritz í Sviss í dag.
Alls skiluðu sér 48 keppendur í mark og var Dagný Linda einungis 3,37 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Önju Pärson frá Svíþjóð.
Lindsy Vonn frá Kanada varð í öðru sæti og Maria Riesch frá Þýskalandi í því þriðja.
Tími Dagnýjar í dag var 1:42,69 mínútur.
