Körfubolti

Stuðningsmenn Knicks heimta höfuð Thomas

Hér má sjá eina af forsíðum New York blaðanna þar sem Thomas fær miður fallega umsögn
Hér má sjá eina af forsíðum New York blaðanna þar sem Thomas fær miður fallega umsögn Mynd/Netið

Stuðningsmenn New York Knicks eru nú búnir að fá sig fullsadda af vanhæfni þjálfarans Isiah Thomas og hafa skipulagt kröfugöngu í kvöld þar sem þeir krefjast þess að hann verði rekinn tafarlaust.

Thomas er bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Knicks og eru stuðningsmenn þessa fornfræga félags búnir að fá nóg af vanhæfni hans á báðum vígstöðvum.

Lið New York er í einu af neðstu sætunum í NBA deildinni með aðeins sjö sigra í haust og þá hefur Thomas verið í fyrirsögnum eftir að hafa verið fundinn sekur um kynferðislega áreitni við fyrrum starfsmann félagsins og einnig vegna deilna við leikmenn liðsins.

Stuðningsmenn Knicks áforma að fylkja liði í skrúðgöngu að heimavellinum Madison Square Garden fyrir leik gegn Cleveland í kvöld og þar ætla þeir m.a. að flagga risastóru uppsagnarbréfi handa Thomas.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×