Borðtennisleikarinn Guðmundur Stephensen var í dag kjörinn borðtennisleikari ársins og Magnea Ólafs í var kosin best á árinu í kvennaflokki.
Guðmundur varð m.a. smáþjóðaleikameistari, sænskur meistari með liði Eslövs og Íslandsmeistari í fjórtánda skiptið í röð. Hann varð líka Íslandsmeistari í tvenndarleik.
Magnea varð Grand Prix meistari og Íslandsmeistari í liðakeppni með Víkingi, auk þess að verða Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna.