Alfreð í björgunarleiðangur fyrir HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2008 09:00 Alfreð Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mun gegna lykilhlutverki í því að finna hæfan erlendan þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið. Hann sést hér með Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, sem er farinn út til Kölnar þar sem hann fer yfir stöðuna með Alfreð. fréttablaðið/pjetur Aron Kristjánsson hefur hafnað boði HSÍ um að gerast landsliðsþjálfari í handknattleik. Hann er fjórði þjálfarinn sem segir nei við HSÍ en áður höfðu Magnus Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson gefið sama svar og Aron. HSÍ er þar með komið aftur á byrjunarreit í leitinni endalausu að arftaka Alfreðs Gíslasonar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, fór utan til Þýskalands í gær til þess að hitta Alfreð Gíslason, meðal annars vegna landsliðsmálanna. Alfreð hefur verið HSÍ innan handar upp á síðkastið og nú hefur verið kallað á hann til að koma af fullum krafti í björgunarleiðangur. Alfreð þekkir betur til en margir aðrir í handboltaheiminum og er ákaflega vel tengdur. Hann hefur stungið upp á einhverjum nöfnum sem hann telur vert að skoða og mun nú hjálpa Einari í viðræðum við líklega kandídata. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er enginn einn ákveðinn þjálfari í sigtinu sem stendur og ætlar HSÍ að heyra hljóðið í nokkrum og vega síðan og meta þá möguleika sem þeir standa frammi fyrir. Annar möguleiki sem einnig hefur ekki verið útilokaður er að ræða við Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Aron segir að það hafi verið mjög erfitt að segja nei við HSÍ en hann hafi hreinlega ekki getað hlaupið á brott frá skuldbindingum sínum við Hauka. „Ég hafði mikinn áhuga á starfinu. Það lá samt fyrir að ég gat ekki sinnt báðum störfum og get ekki hlaupið frá hálfkláruðu verki hér hjá Haukunum. Ég er vel til í að þjálfa landsliðið en tímasetningin hentar mér því miður engan veginn. Svo á ég líka von á mínu þriðja barni í lok júlí og ef við værum að fara á ólympíuleika þá myndi ég missa af því líka," sagði Aron í gær. Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Aron Kristjánsson hefur hafnað boði HSÍ um að gerast landsliðsþjálfari í handknattleik. Hann er fjórði þjálfarinn sem segir nei við HSÍ en áður höfðu Magnus Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson gefið sama svar og Aron. HSÍ er þar með komið aftur á byrjunarreit í leitinni endalausu að arftaka Alfreðs Gíslasonar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, fór utan til Þýskalands í gær til þess að hitta Alfreð Gíslason, meðal annars vegna landsliðsmálanna. Alfreð hefur verið HSÍ innan handar upp á síðkastið og nú hefur verið kallað á hann til að koma af fullum krafti í björgunarleiðangur. Alfreð þekkir betur til en margir aðrir í handboltaheiminum og er ákaflega vel tengdur. Hann hefur stungið upp á einhverjum nöfnum sem hann telur vert að skoða og mun nú hjálpa Einari í viðræðum við líklega kandídata. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er enginn einn ákveðinn þjálfari í sigtinu sem stendur og ætlar HSÍ að heyra hljóðið í nokkrum og vega síðan og meta þá möguleika sem þeir standa frammi fyrir. Annar möguleiki sem einnig hefur ekki verið útilokaður er að ræða við Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Aron segir að það hafi verið mjög erfitt að segja nei við HSÍ en hann hafi hreinlega ekki getað hlaupið á brott frá skuldbindingum sínum við Hauka. „Ég hafði mikinn áhuga á starfinu. Það lá samt fyrir að ég gat ekki sinnt báðum störfum og get ekki hlaupið frá hálfkláruðu verki hér hjá Haukunum. Ég er vel til í að þjálfa landsliðið en tímasetningin hentar mér því miður engan veginn. Svo á ég líka von á mínu þriðja barni í lok júlí og ef við værum að fara á ólympíuleika þá myndi ég missa af því líka," sagði Aron í gær.
Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti