713 milljarðar gufað upp frá áramótum 26. mars 2008 00:01 Bakkabræður berjast Verðmæti hluta bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona í Exista hafði rýrnað um fimmtíu milljarða frá áramótum. Pappírspeningarnir hafa fuðrað upp í Kauphöll Íslands frá áramótum. Markaðurinn/Villi Verðmæti sautján íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundrað milljarða gufa upp frá áramótum. Þetta kemur fram í samantekt sem Vísir.is hefur birt á viðskiptavef sínum. Þar segir að til að bæta gráu ofan á svart fyrir Exista og FL Group þá hafa kjölfestueignir þeirra í íslenskum félögum einnig hrapað. Þannig hefur rúmlega 23 prósenta hlutur félagsins í Kaupþing rýrnað um 34,1 milljarð og 39 prósenta hlutur þess í Bakkavör um 16,6 milljarða. Rúmlega 30 prósenta hlutur FL Group í Glitni hefur rýrnað um 26,8 milljarða. Eins og gefur að skilja hafa stærstu hluthafar fyrirtækjanna einnig þurft að horfa upp á eignir sínar rýrna mikið. Þannig hefur 45,21 prósents hlutur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar í Exista rýrnað um 50,1 milljarð frá áramótum. Fjárfestingarfélagið Kista, sem er í eigu SPRON og nokkurra annarra sparisjóða, hefur þurft að horfa upp á 8,94 prósenta hlut sinn í Exista minnka að verðmæti úr 20,1 milljarði í 10,2 milljarða eða um 9,9 milljarða. Björgólfsfeðgar hafa einnig fundið fyrir erfiðum tímum í Kauphöllinni. Alls hafa þrír lykilhlutir þeirra í Landsbankanum, Straumi-Burðarási og Eimskipi rýrnað um 56,3 milljarða. Þar munar mest um rétt rúmlega 40 prósenta hlut þeirra í Landsbankanum sem hefur rýrnað um 35,9 milljarða og 32,89 prósenta hlut þeirra í Straumi sem hefur rýrnað um 14,8 milljarða. Hluthafar FL Group hafa einnig fengið þungt högg. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 55,5 prósent frá áramótum og það hefur komið við stærstu hluthafa félagsins. Baugur Group, sem á 36,47 prósenta hlut í FL Group í gegnum BG Capital og Baug Group, hefur þurft að horfa upp á eign sína í félaginu rýrna um 39,8 milljarða frá áramótum. Hlutur Fons, félags Pálma Haraldssonar, varaformanns stjórnar FL Group, upp á 12,21 prósent hefur rýrnað um 13,3 milljarða og hlutur Hannesar Smárasonar hefur rýrnað um 10,8 milljarða. Héðan og þaðan Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Verðmæti sautján íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundrað milljarða gufa upp frá áramótum. Þetta kemur fram í samantekt sem Vísir.is hefur birt á viðskiptavef sínum. Þar segir að til að bæta gráu ofan á svart fyrir Exista og FL Group þá hafa kjölfestueignir þeirra í íslenskum félögum einnig hrapað. Þannig hefur rúmlega 23 prósenta hlutur félagsins í Kaupþing rýrnað um 34,1 milljarð og 39 prósenta hlutur þess í Bakkavör um 16,6 milljarða. Rúmlega 30 prósenta hlutur FL Group í Glitni hefur rýrnað um 26,8 milljarða. Eins og gefur að skilja hafa stærstu hluthafar fyrirtækjanna einnig þurft að horfa upp á eignir sínar rýrna mikið. Þannig hefur 45,21 prósents hlutur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar í Exista rýrnað um 50,1 milljarð frá áramótum. Fjárfestingarfélagið Kista, sem er í eigu SPRON og nokkurra annarra sparisjóða, hefur þurft að horfa upp á 8,94 prósenta hlut sinn í Exista minnka að verðmæti úr 20,1 milljarði í 10,2 milljarða eða um 9,9 milljarða. Björgólfsfeðgar hafa einnig fundið fyrir erfiðum tímum í Kauphöllinni. Alls hafa þrír lykilhlutir þeirra í Landsbankanum, Straumi-Burðarási og Eimskipi rýrnað um 56,3 milljarða. Þar munar mest um rétt rúmlega 40 prósenta hlut þeirra í Landsbankanum sem hefur rýrnað um 35,9 milljarða og 32,89 prósenta hlut þeirra í Straumi sem hefur rýrnað um 14,8 milljarða. Hluthafar FL Group hafa einnig fengið þungt högg. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 55,5 prósent frá áramótum og það hefur komið við stærstu hluthafa félagsins. Baugur Group, sem á 36,47 prósenta hlut í FL Group í gegnum BG Capital og Baug Group, hefur þurft að horfa upp á eign sína í félaginu rýrna um 39,8 milljarða frá áramótum. Hlutur Fons, félags Pálma Haraldssonar, varaformanns stjórnar FL Group, upp á 12,21 prósent hefur rýrnað um 13,3 milljarða og hlutur Hannesar Smárasonar hefur rýrnað um 10,8 milljarða.
Héðan og þaðan Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent