Körfubolti

Terry Porter ræðir við Suns

Terry Porter
Terry Porter NordcPhotos/GettyImages

Leit Phoenix Suns að nýjum þjálfara er nú í fullum gangi og heimildir ESPN greina frá því í kvöld að Steve Kerr forseti félagsins hafi rætt við fyrrum liðsfélaga sinn Terry Porter um að taka við starfinu.

Porter er aðstoðarþjálfari hjá Detroit Pistons í dag en var áður aðalþjálfari Milwaukee Bucks. Þeim Kerr og Porter er vel til vina síðan þeir voru saman hjá San Antonio undir lok ferilsins sem leikmenn.

Í gær greindu fjölmiðlar í Arizona frá því að Mark Jackson hefði þegar farið í viðtal við Kerr, en auk þessara manna hafa nokkrir fleiri verið orðaðir við Suns sem eftirmenn Mike D´Antoni.

Þar á meðal eru Jeff Hornacek, fyrrum leikmaður Suns og núverandi aðstoðarþjálfari hjá Utah Jazz, Vinnie del Negro sem nú vinnur hjá Suns sem framkvæmdastjóri, Kurt Rambis aðstoðarþjálfari LA Lakers, Paul Silas fyrrum þjálfari m.a. Cleveland og svo Tom Thibodeau - varnarþjálfari Boston.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×