Vegvísir eða farartálmi? árni páll árnason skrifar 1. apríl 2008 00:01 Fleiri og fleiri stjórnmálamenn og skríbentar lýsa sig nú reiðubúna til að ræða vegvísi um hvernig unnt gæti verið að haga umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Það er góðs viti. Leiðari Þorsteins Pálssonar um þetta efni á sunnudag kallar hins vegar á nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi virðist Þorsteinn ganga út frá því að ekki sé unnt að taka ákvörðun um aðild fyrr en stjórnarskrá hafi verið breytt. Ekkert hindrar ríkisstjórn á hverjum tíma í að sækja um aðild að ESB, svo fremi hún hafi til þess meirihlutafylgi á Alþingi. Þannig hafa nágrannalönd okkar borið sig að við aðildarumsókn og ekkert mælir með því að við höfum annan hátt á. Ekki verður heldur séð af hverju hér á landi eigi að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu til að heimila umsókn. Í annan stað mælir Þorsteinn með því að meiri hluti þjóðarinnar þurfi að mæta á kjörstað og greiða atkvæði með aðild. Ég spyr á móti: Af hverju á að telja þá sem ekki hafa nægilegan áhuga á að mæta á kjörstað til andstæðinga málsins? Þvert á móti má ætla að í heimasetu felist vísbending um að sá hluti þjóðarinnar sé bærilega sáttur við tillöguna. Eftir að aðildarsamningur liggur fyrir þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði. Ekkert girðir fyrir að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram þótt stjórnarskrárbreyting hafi ekki verið gerð. Ef þjóðin hafnar samningnum er sjálfhætt. Ef þjóðin samþykkir samninginn kemur til kasta Alþingis að samþykkja stjórnarskrárbreytingu. Að því verki loknu er annað tveggja hægt að rjúfa þing og boða til kosninga – nú eða einfaldlega bíða til loka formlegs kjörtímabils ef ekki liggur meira á. Aðildin tekur náttúrulega ekki gildi fyrr en Íslendingar hafa gert stjórnskipulegar ráðstafanir sem gera þjóðinni kleift að starfa innan ESB. Umræða um vegvísi er nauðsynleg. Hún leysir menn hins vegar ekki undan raunsæju mati á þjóðarhagsmunum. Með sama hætti á umræða um vegvísi ekki að snúast um að setja upp frekari farartálma eða hraðahindranir á leið þjóðarinnar að aðild að ESB, ef vilji þjóðarinnar stendur til aðildar. : Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fleiri og fleiri stjórnmálamenn og skríbentar lýsa sig nú reiðubúna til að ræða vegvísi um hvernig unnt gæti verið að haga umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Það er góðs viti. Leiðari Þorsteins Pálssonar um þetta efni á sunnudag kallar hins vegar á nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi virðist Þorsteinn ganga út frá því að ekki sé unnt að taka ákvörðun um aðild fyrr en stjórnarskrá hafi verið breytt. Ekkert hindrar ríkisstjórn á hverjum tíma í að sækja um aðild að ESB, svo fremi hún hafi til þess meirihlutafylgi á Alþingi. Þannig hafa nágrannalönd okkar borið sig að við aðildarumsókn og ekkert mælir með því að við höfum annan hátt á. Ekki verður heldur séð af hverju hér á landi eigi að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu til að heimila umsókn. Í annan stað mælir Þorsteinn með því að meiri hluti þjóðarinnar þurfi að mæta á kjörstað og greiða atkvæði með aðild. Ég spyr á móti: Af hverju á að telja þá sem ekki hafa nægilegan áhuga á að mæta á kjörstað til andstæðinga málsins? Þvert á móti má ætla að í heimasetu felist vísbending um að sá hluti þjóðarinnar sé bærilega sáttur við tillöguna. Eftir að aðildarsamningur liggur fyrir þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði. Ekkert girðir fyrir að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram þótt stjórnarskrárbreyting hafi ekki verið gerð. Ef þjóðin hafnar samningnum er sjálfhætt. Ef þjóðin samþykkir samninginn kemur til kasta Alþingis að samþykkja stjórnarskrárbreytingu. Að því verki loknu er annað tveggja hægt að rjúfa þing og boða til kosninga – nú eða einfaldlega bíða til loka formlegs kjörtímabils ef ekki liggur meira á. Aðildin tekur náttúrulega ekki gildi fyrr en Íslendingar hafa gert stjórnskipulegar ráðstafanir sem gera þjóðinni kleift að starfa innan ESB. Umræða um vegvísi er nauðsynleg. Hún leysir menn hins vegar ekki undan raunsæju mati á þjóðarhagsmunum. Með sama hætti á umræða um vegvísi ekki að snúast um að setja upp frekari farartálma eða hraðahindranir á leið þjóðarinnar að aðild að ESB, ef vilji þjóðarinnar stendur til aðildar. : Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun