Nýja þjóðarsátt strax Guðni Ágústsson skrifar 6. apríl 2008 00:01 Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun