Einangrunarvistin er illskiljanlegt harðræði 9. apríl 2008 00:01 Eiður Guðnason „Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni. Pólstjörnumálið Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni.
Pólstjörnumálið Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira