NBA í nótt: Sigur hjá Detroit eftir dramatískan dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2008 09:44 Rodney Stuckey og Richard Hamilton ræða málin í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Detroit vann í nótt sigur á Charlotte Bobcats eftir dramatískan dag þar sem tilkynnt var að Chauncey Billups og Antonio McDyess væru á leið frá félaginu í skiptum fyrir Allen Iverson. Detroit vann átján stiga sigur á lærisveinum Larry Brown, 101-83, en Brown gerði Detroit að meisturum sem þjálfari árið 2004. Þá var Billups lykilmaður í liði Detroit og kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Fréttirnar komu gríðarlega á óvart þar sem bæði Billups og McDyess hafa verið afar mikilvægir hlekkir í liði Detroit undanfarin ár. „Erum við ánægðir með skiptin? Kannski ekki. Ómögulegt að segja," sagði Rasheed Wallace, leikmaður Detroit, eftir leikinn. Félagi hans, Tayshaun Prince, virtist einnig óánægður með fréttirnar. „Þegar maður hefur spilað í sex ár með einhverjum skapast tengsl sem nú eru allt í einu rofin. Við erum allir í sjokki. En við verðum að halda áfram að spila og mér fannst þetta góður sigur miðað við kringumstæður." Richard Hamilton skoraði nítján stig fyrir Detroit sem hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Wallace skoraði fimmtán en Rodney Stuckey var leikstjórnandi í fjarveru Billups í gær. Hann var með níu stig en forvitnilegt verður að sjá hvernig Iverson verður í því hlutverki með Detroit í vetur. Shannon Brown var með sextán stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace fimmtán og tólf fráköst. Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í nótt og eru þó nokkur lið enn ósigruð eða enn án sigurs.Philadelphia vann Sacramento, 125-91, en síðarnefnda liðið hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Thaddeus Young skoraði átján stig fyrir Philadelphia og Lou Williams sautján.Orlando vann Chicago, 96-93, þar sem Dwight Howard fór mikinn og skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Chicago átti möguleika á að jafna metin í lokin en Andres Nocioni klikkaði þá á þriggja stiga skoti.Memphis vann Golden State, 90-79. Marc Gasol, yngri bróðir Pau Gasol, var með 27 stig og sextán fráköst fyrir Memphis.Cleveland vann Dallas, 100-81, þar sem LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland og Zydrunas Ilgaustas sautján.Utah vann LA Clippers, 89-73. Paul Millsap skoraði 24 stig, þar af fimmtán í 17-3 spretti Utah í fjórða leikhluta. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Detroit vann í nótt sigur á Charlotte Bobcats eftir dramatískan dag þar sem tilkynnt var að Chauncey Billups og Antonio McDyess væru á leið frá félaginu í skiptum fyrir Allen Iverson. Detroit vann átján stiga sigur á lærisveinum Larry Brown, 101-83, en Brown gerði Detroit að meisturum sem þjálfari árið 2004. Þá var Billups lykilmaður í liði Detroit og kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Fréttirnar komu gríðarlega á óvart þar sem bæði Billups og McDyess hafa verið afar mikilvægir hlekkir í liði Detroit undanfarin ár. „Erum við ánægðir með skiptin? Kannski ekki. Ómögulegt að segja," sagði Rasheed Wallace, leikmaður Detroit, eftir leikinn. Félagi hans, Tayshaun Prince, virtist einnig óánægður með fréttirnar. „Þegar maður hefur spilað í sex ár með einhverjum skapast tengsl sem nú eru allt í einu rofin. Við erum allir í sjokki. En við verðum að halda áfram að spila og mér fannst þetta góður sigur miðað við kringumstæður." Richard Hamilton skoraði nítján stig fyrir Detroit sem hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Wallace skoraði fimmtán en Rodney Stuckey var leikstjórnandi í fjarveru Billups í gær. Hann var með níu stig en forvitnilegt verður að sjá hvernig Iverson verður í því hlutverki með Detroit í vetur. Shannon Brown var með sextán stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace fimmtán og tólf fráköst. Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í nótt og eru þó nokkur lið enn ósigruð eða enn án sigurs.Philadelphia vann Sacramento, 125-91, en síðarnefnda liðið hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Thaddeus Young skoraði átján stig fyrir Philadelphia og Lou Williams sautján.Orlando vann Chicago, 96-93, þar sem Dwight Howard fór mikinn og skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Chicago átti möguleika á að jafna metin í lokin en Andres Nocioni klikkaði þá á þriggja stiga skoti.Memphis vann Golden State, 90-79. Marc Gasol, yngri bróðir Pau Gasol, var með 27 stig og sextán fráköst fyrir Memphis.Cleveland vann Dallas, 100-81, þar sem LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland og Zydrunas Ilgaustas sautján.Utah vann LA Clippers, 89-73. Paul Millsap skoraði 24 stig, þar af fimmtán í 17-3 spretti Utah í fjórða leikhluta.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira