Velkomin til Íslands Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. september 2008 05:45 Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun