Kristján vann eftir bráðabana 27. júlí 2008 21:07 Mynd/kylfingur.is Kristján Þór Einarsson úr Kili í Mosfellsbæ varð Íslandsmeistari karla í holukeppni í Vestmannaeyjum eftir bráðabana og umspil. Hann vann Heiðar Davíð Bragason úr GR eftir þriggja holu umspil og bráðabana. Björgvin Sigurbergsson úr GK var jafn Kristjáni og Heiðari eftir 72 holur, en Björgvin féll úr eftir umspilið. Kristján Þór vann síðan Heiðar á 2. holu í bráðabana, fékk fugl á meðan Heiðar varð að sætta sig við par. Þeir léku því 77 holur í mótinu eins og Helena Árnadóttir úr GR og Nína Björk Geirsdóttir gerðu í kvennaflokki. Helena sigraði þar einnig á 2. holu í bráðabana eins og Kristján. Þetta er eitt mest spennandi Íslandsmót sem fram hefur farið. Aldrei áður hefur mótið farið í umspil og bráðabana til að útkljá úrslit bæði í karla og kvennaflokki. Það má segja að Kristján Þór hafi komið bakdyrameginn inn í toppbaráttuna. Heiðar Davíð, Björgvin og Ottó Sigurðsson voru búnir að vera mest í sviðsljósinu, en svo kom Kristján og stal af þeim senunni á réttum tímapunkti. Hann lék frábært golf í dag við erfiðar aðstæður, kom inn á 69 höggum og endaði á samtals 4 höggum yfir pari eins og Björgvin og Heiðar sem voru að missa mörg högg í dag. Af kylfingur.is Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kristján Þór Einarsson úr Kili í Mosfellsbæ varð Íslandsmeistari karla í holukeppni í Vestmannaeyjum eftir bráðabana og umspil. Hann vann Heiðar Davíð Bragason úr GR eftir þriggja holu umspil og bráðabana. Björgvin Sigurbergsson úr GK var jafn Kristjáni og Heiðari eftir 72 holur, en Björgvin féll úr eftir umspilið. Kristján Þór vann síðan Heiðar á 2. holu í bráðabana, fékk fugl á meðan Heiðar varð að sætta sig við par. Þeir léku því 77 holur í mótinu eins og Helena Árnadóttir úr GR og Nína Björk Geirsdóttir gerðu í kvennaflokki. Helena sigraði þar einnig á 2. holu í bráðabana eins og Kristján. Þetta er eitt mest spennandi Íslandsmót sem fram hefur farið. Aldrei áður hefur mótið farið í umspil og bráðabana til að útkljá úrslit bæði í karla og kvennaflokki. Það má segja að Kristján Þór hafi komið bakdyrameginn inn í toppbaráttuna. Heiðar Davíð, Björgvin og Ottó Sigurðsson voru búnir að vera mest í sviðsljósinu, en svo kom Kristján og stal af þeim senunni á réttum tímapunkti. Hann lék frábært golf í dag við erfiðar aðstæður, kom inn á 69 höggum og endaði á samtals 4 höggum yfir pari eins og Björgvin og Heiðar sem voru að missa mörg högg í dag. Af kylfingur.is
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira