Loksins vann Boston á útivelli 25. maí 2008 04:59 Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira