Úrbæturnar hrökkva skammt Valur Þráinsson skrifar 30. nóvember 2008 06:00 Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint. Sú breyting hljóðar svo: „Í stað þess að útreikningur vegna námslána skiptinema skólaárið 2008-2009 miðist við gengið 1. júní 2008 verður útreikningurinn miðaður við gengi 26. september 2008. Að öðru óbreyttu þýðir þetta um 23% hækkun framfærslulána til þessa hóps miðað við fyrri áætlun." Rétt er það að þessi breyting þýðir um 23% hækkun framfærslulána að öðru óbreyttu. Hins vegar má spyrja sig hvort stjórnarmenn LÍN hafi ekki gert sér grein fyrir því þann 31.10.2008 þegar þessi breyting var samþykkt að hún mundi ekki duga til? Gengi íslensku krónunnar hafði þá þegar veikst um 11,4% frá þeirri dagsetningu sem útreikningur lána erlendra skiptinema á að miða við. Gengi krónunnar hefur verið í stöðugu veikingarferli undanfarna mánuði. Því er það staðreynd að frá 26.09.2008 hafa framfærslulán erlendra skiptinema í þeirri mynt sem þeir notast við verið að rýrna. Íslenska krónan hefur veikst um 23,2% frá 26.09.2008 til og með 25.11.2008, sé miðað við gengisvísitölu Seðlabanka Íslands. Þar af leiðandi hafa íslenskir skiptinemar erlendis þurft að draga saman eyðslu sína um samsvarandi hlutfall til þess að námslánin sem þeir fá greidd út í janúar, í íslenskum krónum, dugi fyrir áætlaðri framfærslu. Ekki þýðir fyrir skiptinema að koma með þessi rök þegar þeir borga leiguna eða fara út í búð að kaupa í matinn. Þegar gengi krónunnar veikist, breytist kostnaður skiptinema erlendis ekkert, í erlendri mynt. En eykst í krónum talið. Því er það eina sem skiptinemar geta gert ef þeir ætla að lifa á þeirri lágmarksframfærslu sem þeir eiga að fá, að draga saman neyslu sína, eða fá yfirdrátt hjá bankanum, og koma heim úr skiptinámi, ekki bara með námslán, heldur vænan yfirdrátt í þokkabót. Mikil óvissa ríkir um íslensku krónuna og illmögulegt er að spá fyrir um það hvort hún muni veikjast eða styrkjast fram að áramótum, þótt frekar megi reikna með veikingu miðað við þróun undanfarna mánuði. Veldur þetta skiptinemum sem og nemum erlendis miklum vandræðum, þar sem öll áætlanagerð verður erfið. Þess má geta að hjá íslenskum nemum í föstu námi erlendis, þ.e. ekki skiptinemum, miðast útgreiðsla hjá LÍN við gengi á útborgunardegi. Veldur þetta því að jafnræði er ekki gætt meðal íslenskra nema í föstu námi erlendis og íslenskra skiptinema. M.ö.o. fá skiptinemar minna en útreiknaða framfærslu í erlendri mynt útborgaða eftir haustönnina, ef krónan veikist yfir önnina, en meira ef krónan styrkist. Fyrir íslenska nemendur erlendis, aðra en skiptinema, snýst dæmið við. Þeir fá þá meira en áætlaða framfærslu ef krónan veikist yfir önnina, en minna ef hún styrkist. Sem dæmi má nefna tvo nema í Danmörku. Annar er skiptinemi en hinn er í föstu námi, þ.e. ekki skiptinemi. Þeir eru báðir í fullu námi og fá lánað fyrir grunnframfærslu. Ef námslánin hefðu verið greidd út þann 25.11.2008 og miðað við úthlutunarreglur LÍN hefði skiptineminn fengið greiddar 660.655 krónur en neminn í föstu námi 843.652 krónur. Munurinn er 182.997 krónur. Í ljósi núverandi aðstæðna leggur höfundur til að þegar lán fyrir íslenska nemendur erlendis, bæði skiptinema og fasta nema, verða greidd út í janúar 2009 verði miðað við meðaltalsgengi SÍ á námstímabilinu. Með þessu móti geta nemar, sem í flestum tilfellum eru með svipaða meðaleyðslu á mánuði, treyst því að námslánin sem þeir fá í janúar duga fyrir framfærslu í því landi sem viðkomandi nemi er í, með litlum vikmörkum. Hvorki meira né minna. Skora ég á menntamálaráðherra og stjórn LÍN að bregðast við þessari athugasemd því nemar erlendis eiga rétt á því að fá lánað fyrir grunnframfærslu í þeim gjaldmiðli sem notaður er í því landi sem neminn stundar nám í. Íslenskir nemar erlendis hafa allt annað við tíma sinn að gera heldur en að stunda happdrætti með íslensku krónuna! Höfundur er skiptinemi við hagfræðideild Kaupmannarhafnarháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valur Þráinsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint. Sú breyting hljóðar svo: „Í stað þess að útreikningur vegna námslána skiptinema skólaárið 2008-2009 miðist við gengið 1. júní 2008 verður útreikningurinn miðaður við gengi 26. september 2008. Að öðru óbreyttu þýðir þetta um 23% hækkun framfærslulána til þessa hóps miðað við fyrri áætlun." Rétt er það að þessi breyting þýðir um 23% hækkun framfærslulána að öðru óbreyttu. Hins vegar má spyrja sig hvort stjórnarmenn LÍN hafi ekki gert sér grein fyrir því þann 31.10.2008 þegar þessi breyting var samþykkt að hún mundi ekki duga til? Gengi íslensku krónunnar hafði þá þegar veikst um 11,4% frá þeirri dagsetningu sem útreikningur lána erlendra skiptinema á að miða við. Gengi krónunnar hefur verið í stöðugu veikingarferli undanfarna mánuði. Því er það staðreynd að frá 26.09.2008 hafa framfærslulán erlendra skiptinema í þeirri mynt sem þeir notast við verið að rýrna. Íslenska krónan hefur veikst um 23,2% frá 26.09.2008 til og með 25.11.2008, sé miðað við gengisvísitölu Seðlabanka Íslands. Þar af leiðandi hafa íslenskir skiptinemar erlendis þurft að draga saman eyðslu sína um samsvarandi hlutfall til þess að námslánin sem þeir fá greidd út í janúar, í íslenskum krónum, dugi fyrir áætlaðri framfærslu. Ekki þýðir fyrir skiptinema að koma með þessi rök þegar þeir borga leiguna eða fara út í búð að kaupa í matinn. Þegar gengi krónunnar veikist, breytist kostnaður skiptinema erlendis ekkert, í erlendri mynt. En eykst í krónum talið. Því er það eina sem skiptinemar geta gert ef þeir ætla að lifa á þeirri lágmarksframfærslu sem þeir eiga að fá, að draga saman neyslu sína, eða fá yfirdrátt hjá bankanum, og koma heim úr skiptinámi, ekki bara með námslán, heldur vænan yfirdrátt í þokkabót. Mikil óvissa ríkir um íslensku krónuna og illmögulegt er að spá fyrir um það hvort hún muni veikjast eða styrkjast fram að áramótum, þótt frekar megi reikna með veikingu miðað við þróun undanfarna mánuði. Veldur þetta skiptinemum sem og nemum erlendis miklum vandræðum, þar sem öll áætlanagerð verður erfið. Þess má geta að hjá íslenskum nemum í föstu námi erlendis, þ.e. ekki skiptinemum, miðast útgreiðsla hjá LÍN við gengi á útborgunardegi. Veldur þetta því að jafnræði er ekki gætt meðal íslenskra nema í föstu námi erlendis og íslenskra skiptinema. M.ö.o. fá skiptinemar minna en útreiknaða framfærslu í erlendri mynt útborgaða eftir haustönnina, ef krónan veikist yfir önnina, en meira ef krónan styrkist. Fyrir íslenska nemendur erlendis, aðra en skiptinema, snýst dæmið við. Þeir fá þá meira en áætlaða framfærslu ef krónan veikist yfir önnina, en minna ef hún styrkist. Sem dæmi má nefna tvo nema í Danmörku. Annar er skiptinemi en hinn er í föstu námi, þ.e. ekki skiptinemi. Þeir eru báðir í fullu námi og fá lánað fyrir grunnframfærslu. Ef námslánin hefðu verið greidd út þann 25.11.2008 og miðað við úthlutunarreglur LÍN hefði skiptineminn fengið greiddar 660.655 krónur en neminn í föstu námi 843.652 krónur. Munurinn er 182.997 krónur. Í ljósi núverandi aðstæðna leggur höfundur til að þegar lán fyrir íslenska nemendur erlendis, bæði skiptinema og fasta nema, verða greidd út í janúar 2009 verði miðað við meðaltalsgengi SÍ á námstímabilinu. Með þessu móti geta nemar, sem í flestum tilfellum eru með svipaða meðaleyðslu á mánuði, treyst því að námslánin sem þeir fá í janúar duga fyrir framfærslu í því landi sem viðkomandi nemi er í, með litlum vikmörkum. Hvorki meira né minna. Skora ég á menntamálaráðherra og stjórn LÍN að bregðast við þessari athugasemd því nemar erlendis eiga rétt á því að fá lánað fyrir grunnframfærslu í þeim gjaldmiðli sem notaður er í því landi sem neminn stundar nám í. Íslenskir nemar erlendis hafa allt annað við tíma sinn að gera heldur en að stunda happdrætti með íslensku krónuna! Höfundur er skiptinemi við hagfræðideild Kaupmannarhafnarháskóla
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun