Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins: Víðtæk þjóðleg samstaða 31. desember 2008 00:01 Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Margir andmæla hugmyndum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En þeim fjölgar sem sjá ástæðu til að kanna málið betur og vilja láta reyna á möguleika þjóðarinnar með aðildarviðræðum við ESB. Ef marka má blaðaskrif andmælendanna eru sterkar líkur á víðtækri þjóðlegri samstöðu í aðildarviðræðum. Andmælendur leggja áherslu á fullveldi íslensku þjóðarinnar. Um þetta munu langflestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála. 50. gr. nýs aðalsáttmála ESB gerir ráð fyrir fortakslausum einhliða úrsagnarrétti aðildarríkis. Þetta ákvæði mætir fullveldiskröfu þjóðarinnar. Það er allt annað mál að stjórnarskrá geri ráð fyrir möguleika á sértæku skilyrtu valdaframsali í fjölþjóðasamstarfi. Um þetta hefur verið rætt áratugum saman í tengslum við þátttöku okkar í Evrópuráðinu, Norðurlandaráði, Atlantshafsbandalaginu og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingum verði ekki hleypt til veiða inn í íslenska landhelgi. Væntanlega eru flestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu, eða a.m.k. að slíkt sé á einhliða valdi Íslendinga í beinum tímabundnum og sértækum samningum. Samkvæmt reglu ESB um stöðug hlutföll koma engir útlendingar til greina við úthlutun fiskveiðiheimilda í landhelgi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á að Íslendingar einir ráði stjórnkerfi fiskveiða á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir um kvótakerfið munu mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Samkvæmt nálægðarreglu ESB er tilhögun fiskveiðistjórnunar sérmál hvers aðildarríkis. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingar geti ekki keypt ráðandi hluti í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á Íslandi. Margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB eru þessu sammála. Ákvæði 299. gr. í aðalsáttmála ESB, sem er 349. gr. í nýjum aðalsáttmála, gera ráð fyrir víðtækri sérstöðu og sjálfræði heimamanna á Madeira, Kanaríeyjum og Azoreyjum í sjávarútvegi og landbúnaði. Ákvæði í aðildarsamningi Möltu og aðildarsamningi Finna vegna Álandseyja hníga í þessa sömu átt. Þarna og víðar eru gildandi fordæmi innan ESB sem skynsamlegt er að nýta í hugsanlegum aðildarsamningi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á óskoruð yfirráð Íslendinga yfir orkuauðlindunum. Áður nefnd ákvæði um Madeira, Kanaríeyjar, Azoreyjar, Möltu og Álandseyjar hafa fullt gildi sem fordæmi í þessu efni einnig. Og þessi ákvæði gera ráð fyrir því að heimilt sé að hindra útlendinga frá því að kaupa eða yfirtaka fyrirtæki í öðrum greinum einnig eða fasteignir, lóðir og landareignir. ESB býður fram margvísleg slík fordæmi sem sjálfsagt er að nýta í aðildarsamningi. Trúlega eru mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Ofarnefnd ákvæði um eyjasamfélög snerta einnig fæðuöryggi íbúanna. Og ESB hefur lengi lagt áherslu á strangar heilbrigðisreglur um matvælaflutninga. Víðtæk samstaða ætti því að geta náðst um brýnustu hagsmuni landbúnaðarins. Andmælendur vara við oftrú á tímabundin aðlögunarákvæði eða undanþágur. Væntanlega eru allir Íslendingar sammála um þetta. Þeir málsþættir sem hér hafa verið nefndir benda eindregið til þess að víðtæk þjóðleg samstaða geti náðst í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Margir andmæla hugmyndum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En þeim fjölgar sem sjá ástæðu til að kanna málið betur og vilja láta reyna á möguleika þjóðarinnar með aðildarviðræðum við ESB. Ef marka má blaðaskrif andmælendanna eru sterkar líkur á víðtækri þjóðlegri samstöðu í aðildarviðræðum. Andmælendur leggja áherslu á fullveldi íslensku þjóðarinnar. Um þetta munu langflestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála. 50. gr. nýs aðalsáttmála ESB gerir ráð fyrir fortakslausum einhliða úrsagnarrétti aðildarríkis. Þetta ákvæði mætir fullveldiskröfu þjóðarinnar. Það er allt annað mál að stjórnarskrá geri ráð fyrir möguleika á sértæku skilyrtu valdaframsali í fjölþjóðasamstarfi. Um þetta hefur verið rætt áratugum saman í tengslum við þátttöku okkar í Evrópuráðinu, Norðurlandaráði, Atlantshafsbandalaginu og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingum verði ekki hleypt til veiða inn í íslenska landhelgi. Væntanlega eru flestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu, eða a.m.k. að slíkt sé á einhliða valdi Íslendinga í beinum tímabundnum og sértækum samningum. Samkvæmt reglu ESB um stöðug hlutföll koma engir útlendingar til greina við úthlutun fiskveiðiheimilda í landhelgi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á að Íslendingar einir ráði stjórnkerfi fiskveiða á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir um kvótakerfið munu mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Samkvæmt nálægðarreglu ESB er tilhögun fiskveiðistjórnunar sérmál hvers aðildarríkis. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingar geti ekki keypt ráðandi hluti í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á Íslandi. Margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB eru þessu sammála. Ákvæði 299. gr. í aðalsáttmála ESB, sem er 349. gr. í nýjum aðalsáttmála, gera ráð fyrir víðtækri sérstöðu og sjálfræði heimamanna á Madeira, Kanaríeyjum og Azoreyjum í sjávarútvegi og landbúnaði. Ákvæði í aðildarsamningi Möltu og aðildarsamningi Finna vegna Álandseyja hníga í þessa sömu átt. Þarna og víðar eru gildandi fordæmi innan ESB sem skynsamlegt er að nýta í hugsanlegum aðildarsamningi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á óskoruð yfirráð Íslendinga yfir orkuauðlindunum. Áður nefnd ákvæði um Madeira, Kanaríeyjar, Azoreyjar, Möltu og Álandseyjar hafa fullt gildi sem fordæmi í þessu efni einnig. Og þessi ákvæði gera ráð fyrir því að heimilt sé að hindra útlendinga frá því að kaupa eða yfirtaka fyrirtæki í öðrum greinum einnig eða fasteignir, lóðir og landareignir. ESB býður fram margvísleg slík fordæmi sem sjálfsagt er að nýta í aðildarsamningi. Trúlega eru mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Ofarnefnd ákvæði um eyjasamfélög snerta einnig fæðuöryggi íbúanna. Og ESB hefur lengi lagt áherslu á strangar heilbrigðisreglur um matvælaflutninga. Víðtæk samstaða ætti því að geta náðst um brýnustu hagsmuni landbúnaðarins. Andmælendur vara við oftrú á tímabundin aðlögunarákvæði eða undanþágur. Væntanlega eru allir Íslendingar sammála um þetta. Þeir málsþættir sem hér hafa verið nefndir benda eindregið til þess að víðtæk þjóðleg samstaða geti náðst í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira