Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG náði aðeins að ljúka við 15 holur á fyrsta hringnum á meistaramótinu í Ástralíu í nótt. Fresta þurfti keppni um nokkra tíma vegna þrumuveðurs og því náðu Birgir og nokkrir aðrir kylfingar ekki að klára hringinn.
Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark og heimamaðurinn Scott Hend eru í forystu á mótinu eftir að hafa leikið á 67 höggum eða fimm undir pari.
Birgir Leifur, sem er að keppa í fyrsta sinn í hálft ár eftir meiðsli, fékk fjóra fugla á fyrstu 15 holunum.