Amnesty vill ekki rafbyssur á Íslandi 8. maí 2008 15:46 Íslandsdeild Amnesty International ítrekar andstöðu sína við rafbyssur (Taser) í frétta tilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum. Fréttatilkynningin fer hér á eftir. Nokkur umræða hefur verið hér á landi að undanförnu vegna hugsanlegra heimilda til handa íslensku lögreglunni til að bera rafbyssur við störf sín. Í ljósi þeirra staðreynda sem fyrir liggja, bæði hættu á misnotkun, fjölda dauðsfalla þar sem rafbyssur koma við sögu og þeirri staðreynd að þær valda miklum sársauka sem getur jafnast á við pyndingar hefur Íslandsdeild Amnesty International lagt áherslu á að íslensk lögregluyfirvöld taki ekki upp rafbyssur hér á landi. Rafbyssur eru vopn sem skotið er úr pílum sem gefa frá sér 50.000 volta rafstuð. Vopnið er hannað í þeim tilgangi að lama tímabundið líkama þess sem verður fyrir rafstuðsskotinu. Úr rafbyssunum er skotið pílum sem festar eru við vír þannig að hægt er að hitta þann sem skotinu er beint að úr nokkurri fjarlægð. Pílurnar gefa svo frá sér rafstuð þegar þær komast í snertingu við húð eða klæðnað þess sem skotið er á. Rafbyssur voru fyrst kynntar af Taser International árið 1970. Notkun þeirra hefur aukist mikið á síðustu árum og fram hafa komið nýjar og öflugari útgáfur af þeim eins og M26 og X26 rafbyssur. Notkun rafbyssa er mjög útbreidd í Bandaríkjunum og á síðustu árum hefur lögreglan í Kanada aukið mjög beitingu þeirra. Um heim allan eru æ fleiri lögregluembætti sem heimila notkun rafbyssa sem valkost við hefðbundin skotvopn. Á Íslandi hefur hinn almenni lögreglumaður ekki borið skotvopn við störf sín. Afleiðingar af beitingu rafbyssa Rafbyssur eru kynntar sem öruggari valkostur við skotvopn þegar lögreglan á í höggi við hættulega einstaklinga. Þrátt fyrir það hefur komið í ljós að í reynd er rafbyssum er ekki einungis beitt gegn einstaklingum sem lögreglan telur að hætta stafi af, heldur er þeim í síauknum mæli beitt sem tæki gegn fólki sem engin raunveruleg hætta stafar af. Rafbyssum er oft beitt við aðstæður þar sem hvorki beiting vopna og jafnvel ekki kylfa væri réttlætanleg. Það hafa komið fram fjölmargar upplýsingar um að lögreglumenn beiti rafbyssum á óviðeigandi og hrottafenginn hátt. Amnesty International hefur mikla áhyggjur af því að þegar saman koma lögregluaðferðir þar sem piparúða, rafbyssum og fangabrögðum er beitt geti það leitt til alvarlegs líkamlegs álags þess sem fyrir verður og mikillar hættu á heilsutjóni og jafnvel dauða. Frá því í júní árið 2001 hafa a.m.k. 290 einstaklingar látist í Bandaríkjunum og Kanada eftir að hafa fengið í sig rafstuð úr M26 og X26 rafbyssum, í sumum tilfellanna var beitt aðferðum eins og þeim sem lýst er hér að ofan. Fjöldi dauðsfalla eykst með ári hverju. Þó ekki sé hægt að halda því fram með óyggjandi hætti að allir þessir einstaklingar hafi látist eingöngu vegna rafstuðsins er ljóst að fjöldi dauðsfalla þar sem rafbyssur koma við sögu er ískyggilega hár og skortur er á rannsóknum á áhrifum rafstuðsins sem byssurnar valda á einstaklinga sem t.d. eru undir áhrifum eiturlyfja, eiga við hjartasjúkdóma að stríða eða önnur heilsufarsvandamál. Rannsóknir Amnesty International hafa sýnt að í mörgum tilfellum hefur beiting rafbyssa verið í bága við alþjóðlegar reglur sem kveða á um að lögreglumenn grípi einungis til valdbeitingar sem síðasta úrræðis þegar allir aðrir valkostir hafa verið reyndir, valdbeiting lögreglu skal ætíð vera í samræmi við þá ógn sem er til staðar. Samtökin hafa bent á að notkun rafbyssa við aðstæður þar sem ekki er um raunverulega ógn að ræða brjóti í bága við Alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna með framfylgd alþjóðasamnings gegn pyndingum hefur lýst yfir áhyggjum af beitingu rafbyssa m.a. í umsögn sinni um framfylgd Portúgal við samninginn. Nefndin lýsti yfir áhyggjum af því að notkun Taser X26 vopna, fylgi mikill sársauki, sem jafnast á við pyndingar, og í sumum tilfellum gæti leitt til dauða. Einnig hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna með framfylgd Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi fjallað á sama hátt um beitingu rafbyssa bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Sérstök rannsóknanefnd bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú meira en 100 dauðsföll þar sem lögreglan hefur beitt rafbyssum eða öðrum rafvopnum, gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum síðar á þessu ári. Amnesty International hefur beitt sér gegn sölu og dreifingu vopna sem hönnuð eru til að valda sársauka, þar á meðal rafbyssa, rafbelta, rafkylfa og fleiri tækja og tóla sem framleidd eru og valda þeim sem fyrir verður miklum sársauka. „Sársaukaiðnaðurinn" er vaxandi iðnaður og eru þessi tól oft seld til landa þar sem þeim er beitt m.a. við pyndingar á föngum. Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ítrekar andstöðu sína við rafbyssur (Taser) í frétta tilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum. Fréttatilkynningin fer hér á eftir. Nokkur umræða hefur verið hér á landi að undanförnu vegna hugsanlegra heimilda til handa íslensku lögreglunni til að bera rafbyssur við störf sín. Í ljósi þeirra staðreynda sem fyrir liggja, bæði hættu á misnotkun, fjölda dauðsfalla þar sem rafbyssur koma við sögu og þeirri staðreynd að þær valda miklum sársauka sem getur jafnast á við pyndingar hefur Íslandsdeild Amnesty International lagt áherslu á að íslensk lögregluyfirvöld taki ekki upp rafbyssur hér á landi. Rafbyssur eru vopn sem skotið er úr pílum sem gefa frá sér 50.000 volta rafstuð. Vopnið er hannað í þeim tilgangi að lama tímabundið líkama þess sem verður fyrir rafstuðsskotinu. Úr rafbyssunum er skotið pílum sem festar eru við vír þannig að hægt er að hitta þann sem skotinu er beint að úr nokkurri fjarlægð. Pílurnar gefa svo frá sér rafstuð þegar þær komast í snertingu við húð eða klæðnað þess sem skotið er á. Rafbyssur voru fyrst kynntar af Taser International árið 1970. Notkun þeirra hefur aukist mikið á síðustu árum og fram hafa komið nýjar og öflugari útgáfur af þeim eins og M26 og X26 rafbyssur. Notkun rafbyssa er mjög útbreidd í Bandaríkjunum og á síðustu árum hefur lögreglan í Kanada aukið mjög beitingu þeirra. Um heim allan eru æ fleiri lögregluembætti sem heimila notkun rafbyssa sem valkost við hefðbundin skotvopn. Á Íslandi hefur hinn almenni lögreglumaður ekki borið skotvopn við störf sín. Afleiðingar af beitingu rafbyssa Rafbyssur eru kynntar sem öruggari valkostur við skotvopn þegar lögreglan á í höggi við hættulega einstaklinga. Þrátt fyrir það hefur komið í ljós að í reynd er rafbyssum er ekki einungis beitt gegn einstaklingum sem lögreglan telur að hætta stafi af, heldur er þeim í síauknum mæli beitt sem tæki gegn fólki sem engin raunveruleg hætta stafar af. Rafbyssum er oft beitt við aðstæður þar sem hvorki beiting vopna og jafnvel ekki kylfa væri réttlætanleg. Það hafa komið fram fjölmargar upplýsingar um að lögreglumenn beiti rafbyssum á óviðeigandi og hrottafenginn hátt. Amnesty International hefur mikla áhyggjur af því að þegar saman koma lögregluaðferðir þar sem piparúða, rafbyssum og fangabrögðum er beitt geti það leitt til alvarlegs líkamlegs álags þess sem fyrir verður og mikillar hættu á heilsutjóni og jafnvel dauða. Frá því í júní árið 2001 hafa a.m.k. 290 einstaklingar látist í Bandaríkjunum og Kanada eftir að hafa fengið í sig rafstuð úr M26 og X26 rafbyssum, í sumum tilfellanna var beitt aðferðum eins og þeim sem lýst er hér að ofan. Fjöldi dauðsfalla eykst með ári hverju. Þó ekki sé hægt að halda því fram með óyggjandi hætti að allir þessir einstaklingar hafi látist eingöngu vegna rafstuðsins er ljóst að fjöldi dauðsfalla þar sem rafbyssur koma við sögu er ískyggilega hár og skortur er á rannsóknum á áhrifum rafstuðsins sem byssurnar valda á einstaklinga sem t.d. eru undir áhrifum eiturlyfja, eiga við hjartasjúkdóma að stríða eða önnur heilsufarsvandamál. Rannsóknir Amnesty International hafa sýnt að í mörgum tilfellum hefur beiting rafbyssa verið í bága við alþjóðlegar reglur sem kveða á um að lögreglumenn grípi einungis til valdbeitingar sem síðasta úrræðis þegar allir aðrir valkostir hafa verið reyndir, valdbeiting lögreglu skal ætíð vera í samræmi við þá ógn sem er til staðar. Samtökin hafa bent á að notkun rafbyssa við aðstæður þar sem ekki er um raunverulega ógn að ræða brjóti í bága við Alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna með framfylgd alþjóðasamnings gegn pyndingum hefur lýst yfir áhyggjum af beitingu rafbyssa m.a. í umsögn sinni um framfylgd Portúgal við samninginn. Nefndin lýsti yfir áhyggjum af því að notkun Taser X26 vopna, fylgi mikill sársauki, sem jafnast á við pyndingar, og í sumum tilfellum gæti leitt til dauða. Einnig hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna með framfylgd Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi fjallað á sama hátt um beitingu rafbyssa bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Sérstök rannsóknanefnd bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú meira en 100 dauðsföll þar sem lögreglan hefur beitt rafbyssum eða öðrum rafvopnum, gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum síðar á þessu ári. Amnesty International hefur beitt sér gegn sölu og dreifingu vopna sem hönnuð eru til að valda sársauka, þar á meðal rafbyssa, rafbelta, rafkylfa og fleiri tækja og tóla sem framleidd eru og valda þeim sem fyrir verður miklum sársauka. „Sársaukaiðnaðurinn" er vaxandi iðnaður og eru þessi tól oft seld til landa þar sem þeim er beitt m.a. við pyndingar á föngum.
Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira