Körfubolti

Tony Parker frá í 2-4 vikur

San Antonio verður án Tony Parker á næstunni
San Antonio verður án Tony Parker á næstunni NordicPhotos/GettyImages

San Antonio hefur ekki byrjað eins illa í NBA deildinni í meira en tíu ár og ekki vænkaðist hagur liðsins í gær þegar það tapaði fyrir Miami í fyrsta skipti í tólf ár.

Eftir aðeins tíu mínútna leik sneri franski leikstjórnandinn Tony Parker sig illa á ökkla og talið er að hann verði frá keppni næstu tvær til fjórar vikurnar.

Parker hafði verið sjóðandi heitur í fyrstu leikjunum í vetur og var stigahæsti leikmaður deildarinnar fyrir kvöldið eftir að hafa sallað 55 stigum á Minnesota í leiknum á undan.

San Antonio er þegar án Argentínumannsins öfluga Manu Ginobili og verður því án tveggja lykilmanna í næstu leikjum sínum.

"Það er alltaf áskorun að spila í NBA deildinni - alveg sama hvort menn eru meiddir eða ekki," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio þegar hann var spurður út í meiðsli Frakkans.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×