NASA könnunarfarið Fönix hefur undanfarnar vikur ferðast um Mars og sankað að sér ýmsum upplýsingum og sýnum sem gætu svipt hulunni af því hvort einhvern tímann hafi verið líf á plánetunni.
Fönix hefur hins vegar lent í ýmsum vandræðum á plánetunni rauðu en aðalvandamálið hefur snúið að jarðveginum sem Fönix gengur illa að losa úr skóflu sinni.
Hefur jarðvegurinn reynst of klístraður og ítrekað fest í skóflu Fönix sem hefur af þeim sökum ekki getað komið jarðvegssýnum í sértilgerðan ofn sem sér um að greina efni jarðvegsins.
Fyrir tveimur dögum síðan fann Fönix sýni sem innihéldu bæði klaka og jarðveg eftir að hafa borað sextán holur á svæði sem gengur undir nafninu Mjallhvít. Klístraði jarðvegurinn hefur hins vegar reynst vísindamönnum NASA Þrándur í Götu en þeir vonast til að vandamálið verði úr sögunni á næstu dögum.
BBC greinir frá.