Fótbolti

Luca Toni bjargaði Bayern

Luca Toni og félagar fögnuðu mikilvægum sigri á Hoffenheim í kvöld
Luca Toni og félagar fögnuðu mikilvægum sigri á Hoffenheim í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Leikur ársins í þýsku úrvalsdeildinni til þessa fór fram í kvöld þegar Bayern Munchen tók á móti nýliðum Hoffenheim sem voru í efsta sæti deildarinnar.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en þó var leikurinn mjög fjörugur og skemmtilegur. Eflaust hefur farið um stuðningsmenn Bayern þegar markahrókurinn Vedad Ibisevic kom Hoffenheim yfir strax í upphafi þess síðari.

Þýski landsliðsmaðurinn Philip Lahm jafnaði fyrir Bayern eftir klukkutíma leik og það var svo hinn magnaði ítalski framherji Luca Toni sem tryggði Bayern öll stigin þegar hann skoraði sigurmarkið þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.

Bayern vann leikinn því 2-1 og komst fyrir vikið upp að hlið öskubuskuliðsins á toppi úrvalsdeildarinnar. Liðin hafa bæði hlotið 34 stig en Hertha er í þriðja sætinu með 30 stig og á leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×