Staðreyndir í stað stóryrða Hrannar Björn Arnarsson skrifar 12. júní 2008 00:01 Það fór líkt og mig grunaði. Engan finnur Guðni Ágústsson raunverulegan grundvöll fyrir stóryrðum sínum og svikabrigslum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann viðurkennir hins vegar ekki mistök sín og dregur hvorki til baka hinar röngu fullyrðingar um „svik á Ásmundarsamkomulaginu“ né stóryrðin „drottinsvik“, „hundsbit“ eða „lágkúru“ ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Guðni bætir bara í, virðist stappa niður fótunum um leið og hann skrifar með þjósti, en án raka: „Víst voru þeir sviknir“. Í mínum huga er þetta mál afar einfalt hvað sem líður öllum stóryrðum. Fullyrðingar Guðna um að Ásmundarsamkomulagið hafi verið svikið með ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar í lífeyrismálum eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvergi í þeim texta kemur fram að þróun lífeyris almannatrygginga ætti að miðast við dagvinnutryggingu launafólks, hvað þá að eitthvert slíkt ímyndað viðmið væri ígildi kjarasamnings eins og Guðni heldur fram. Þvert á móti segir skýrt og skorinort í 14. gr. Ásmundarsamkomulagsins að ákvarðanir um endanlegar bætur lífeyrisþega í framhaldinu eigi að ráðast „af ákvæðum laga um almannatryggingar“. Í samræmi við gildandi lög var í upphafi árs ákveðið að hækka lífeyri um 3,3% en sú prósenta var forsenda fjármálaráðuneytisins um launaþróun á árinu við gerð fjárlaga. Um áramótin fengu hins vegar umbjóðendur Alþýðusambands Íslands ekki neinar kjarasamningsbundnar hækkanir, enda var ekki fyrirliggjandi samningur þá. Eftir að kjarasamningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður voru forsendur fjármálaráðuneytisins endurreiknaðar til að tryggja lífeyrisþegum sambærilegar hækkanir. Á grundvelli upplýsinga frá Alþýðusambandi Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggur fyrir að meðaltalshækkun lægstu launa samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Vegna þessa bætti ríkisstjórnin við 4% frá 1. febrúar. Á grundvelli laga um almannatryggingar og í samræmi við Ásmundarsamkomulagið hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% frá áramótum, á sama tíma og meðaltalshækkun lægstu launa hjá Alþýðusambandi Íslands var um 7%. Auk þessa hefur ríkisstjórnin síðan tekið ýmiss konar ákvarðanir í lífeyrismálum sem á heilu ári munu færa öldruðum og öryrkjum ríflega 5 milljarða króna til viðbótar. Um 10% þeirrar fjárhæðar má með velvilja rekja til Ásmundarsamkomulagsins, en 90% er hrein viðbót núverandi ríkisstjórnar. Samanlagt nema þessar hækkanir á lífeyri um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngilda um 17% hækkun lífeyrisgreiðslna ef miðað er við árið 2007. Staðreyndin er því sú, hvað sem líður síendurteknum rangfærslum Guðna í þessum málum, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja á eins skömmum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það virðist einnig ljóst að hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja hugsa ekki sérstaklega hlýtt til þeirra tólf ára sem Framsóknarflokkurinn fór með lífeyrismálin í ríkisstjórn, hvað sem glýju Guðna yfir eigin árangri líður. Hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breyttum tíma í ályktunum enda hafa þau átt afar gott samstarf við okkur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í því umbótaferli í lífeyrismálum sem nú er hafið. Guðna til heiðurs vitna ég að lokum til ályktunar sambandsstjórnarfundar Landssambands eldri borgara sem haldinn var í síðasta mánuði, en þar var fjallað um lífeyrismálin af þeim sem reynsluna hafa: „Eftir margra ára vanrækslu stjórnvalda er ljóst að það tekur tíma að móta nýjan og nútímalegan farveg.“ Þetta eru orð að sönnu og ég lýsi mig reiðubúinn til uppbyggilegra rökræðna við Guðna um málið, bæði „vanrækslu“-ár Framsóknarflokksins og hinn nýja tíma Samfylkingarinnar. Mér geðjast enda mun betur að staðreyndum en stóryrðum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Það fór líkt og mig grunaði. Engan finnur Guðni Ágústsson raunverulegan grundvöll fyrir stóryrðum sínum og svikabrigslum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann viðurkennir hins vegar ekki mistök sín og dregur hvorki til baka hinar röngu fullyrðingar um „svik á Ásmundarsamkomulaginu“ né stóryrðin „drottinsvik“, „hundsbit“ eða „lágkúru“ ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Guðni bætir bara í, virðist stappa niður fótunum um leið og hann skrifar með þjósti, en án raka: „Víst voru þeir sviknir“. Í mínum huga er þetta mál afar einfalt hvað sem líður öllum stóryrðum. Fullyrðingar Guðna um að Ásmundarsamkomulagið hafi verið svikið með ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar í lífeyrismálum eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvergi í þeim texta kemur fram að þróun lífeyris almannatrygginga ætti að miðast við dagvinnutryggingu launafólks, hvað þá að eitthvert slíkt ímyndað viðmið væri ígildi kjarasamnings eins og Guðni heldur fram. Þvert á móti segir skýrt og skorinort í 14. gr. Ásmundarsamkomulagsins að ákvarðanir um endanlegar bætur lífeyrisþega í framhaldinu eigi að ráðast „af ákvæðum laga um almannatryggingar“. Í samræmi við gildandi lög var í upphafi árs ákveðið að hækka lífeyri um 3,3% en sú prósenta var forsenda fjármálaráðuneytisins um launaþróun á árinu við gerð fjárlaga. Um áramótin fengu hins vegar umbjóðendur Alþýðusambands Íslands ekki neinar kjarasamningsbundnar hækkanir, enda var ekki fyrirliggjandi samningur þá. Eftir að kjarasamningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður voru forsendur fjármálaráðuneytisins endurreiknaðar til að tryggja lífeyrisþegum sambærilegar hækkanir. Á grundvelli upplýsinga frá Alþýðusambandi Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggur fyrir að meðaltalshækkun lægstu launa samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Vegna þessa bætti ríkisstjórnin við 4% frá 1. febrúar. Á grundvelli laga um almannatryggingar og í samræmi við Ásmundarsamkomulagið hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% frá áramótum, á sama tíma og meðaltalshækkun lægstu launa hjá Alþýðusambandi Íslands var um 7%. Auk þessa hefur ríkisstjórnin síðan tekið ýmiss konar ákvarðanir í lífeyrismálum sem á heilu ári munu færa öldruðum og öryrkjum ríflega 5 milljarða króna til viðbótar. Um 10% þeirrar fjárhæðar má með velvilja rekja til Ásmundarsamkomulagsins, en 90% er hrein viðbót núverandi ríkisstjórnar. Samanlagt nema þessar hækkanir á lífeyri um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngilda um 17% hækkun lífeyrisgreiðslna ef miðað er við árið 2007. Staðreyndin er því sú, hvað sem líður síendurteknum rangfærslum Guðna í þessum málum, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja á eins skömmum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það virðist einnig ljóst að hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja hugsa ekki sérstaklega hlýtt til þeirra tólf ára sem Framsóknarflokkurinn fór með lífeyrismálin í ríkisstjórn, hvað sem glýju Guðna yfir eigin árangri líður. Hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breyttum tíma í ályktunum enda hafa þau átt afar gott samstarf við okkur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í því umbótaferli í lífeyrismálum sem nú er hafið. Guðna til heiðurs vitna ég að lokum til ályktunar sambandsstjórnarfundar Landssambands eldri borgara sem haldinn var í síðasta mánuði, en þar var fjallað um lífeyrismálin af þeim sem reynsluna hafa: „Eftir margra ára vanrækslu stjórnvalda er ljóst að það tekur tíma að móta nýjan og nútímalegan farveg.“ Þetta eru orð að sönnu og ég lýsi mig reiðubúinn til uppbyggilegra rökræðna við Guðna um málið, bæði „vanrækslu“-ár Framsóknarflokksins og hinn nýja tíma Samfylkingarinnar. Mér geðjast enda mun betur að staðreyndum en stóryrðum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun