Immelman sá fyrsti síðan Player Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 10:49 Zach Johnson klæðir Trevor Immelman í græna jakkann. Nordic Photos / Getty Images Trevor Immelman varð í gær fyrsti Suður-Afríkumaðurinn til að sigra á bandaríska meistaramótinu í golfi síðan að Gary Player fagnaði sigri á mótinu árið 1978, fyrir 30 árum síðan. Þetta var einnig fyrsti sigur Immelman á stórmóti en í desember á síðasta ári gekkst hann undir aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr honum. Hann missti af fyrstu átta vikum keppnistímabilsins vegna þessa og reiknuðu ekki margir með að hann ynni til afreka um helgina. Í upphafi mánaðarins komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-móti í Houston og besti árangur hans fyrir helgina síðan að aðgerðin fór fram var 40. sæti. Immelman sagði að þetta hafi verið afar viðburðarríkur tími en Player gerði sitt til að stappa stálið í honum. „Hann sagði mér að hann hefði trú á mér og að ég þyrfti að hafa trú á mér sjálfum. Ég fékk gæsahúð," sagði Immelman. Hann kláraði mótið með þriggja högga forystu á næsta mann, Tiger Woods. Immelman gerðist atvinnukylfingur 20 ára gamall árið 1999 en hann er 28 ára gamall í dag. Hann hóf keppni á Evrópumótaröðinni árið 2001 og PGA-mótaröðinni árið 2006 en hann var í kjölfarið kjörinn nýliði ársins. Hann kom hingað til Íslands árið 2004 og keppti á Canon-móti Nýherja á Hvaleyrarvelli. Hann bar sigur úr býtum við erfiðar aðstæður en hann lék á 72 höggum. Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Trevor Immelman varð í gær fyrsti Suður-Afríkumaðurinn til að sigra á bandaríska meistaramótinu í golfi síðan að Gary Player fagnaði sigri á mótinu árið 1978, fyrir 30 árum síðan. Þetta var einnig fyrsti sigur Immelman á stórmóti en í desember á síðasta ári gekkst hann undir aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr honum. Hann missti af fyrstu átta vikum keppnistímabilsins vegna þessa og reiknuðu ekki margir með að hann ynni til afreka um helgina. Í upphafi mánaðarins komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-móti í Houston og besti árangur hans fyrir helgina síðan að aðgerðin fór fram var 40. sæti. Immelman sagði að þetta hafi verið afar viðburðarríkur tími en Player gerði sitt til að stappa stálið í honum. „Hann sagði mér að hann hefði trú á mér og að ég þyrfti að hafa trú á mér sjálfum. Ég fékk gæsahúð," sagði Immelman. Hann kláraði mótið með þriggja högga forystu á næsta mann, Tiger Woods. Immelman gerðist atvinnukylfingur 20 ára gamall árið 1999 en hann er 28 ára gamall í dag. Hann hóf keppni á Evrópumótaröðinni árið 2001 og PGA-mótaröðinni árið 2006 en hann var í kjölfarið kjörinn nýliði ársins. Hann kom hingað til Íslands árið 2004 og keppti á Canon-móti Nýherja á Hvaleyrarvelli. Hann bar sigur úr býtum við erfiðar aðstæður en hann lék á 72 höggum.
Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira