Gerald Green hefur gert eins árs samning við Dallas Mavericks. Green er bakvörður en hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom í NBA-deildina fyrir þremur árum.
Green hefur leikið með Boston, Minnesota og Houston. Hann er þó frægastur fyrir frammistöðu í troðslukeppnum deildarinnar. Hann vann troðslukeppnina í fyrra og tók silfrið í ár.