Norska úrvalsdeildarliðið Brann er á eftir Rúrik Gíslasyni, leikmanni danska liðsins Viborg sem í vor féll úr dönsku úrvalsdeildinni.
Rúrik hefur takmarkaðan áhuga á að leika í 1. deildinni þar í landi en nokkur úrvalsdeildarlið hafa sýnt honum áhuga, til að mynda Midtjylland.
Rúrik er einnig sagður efstur á óskalista forráðamanna Brann sem vilja fá hann til félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar.