Veigar Páll Gunnarsson skoraði þrennu fyrir Stabæk sem vann Oslo Ost 5-0 í norsku bikarkeppninni í kvöld. Annað mark hans í leiknum kom úr vítaspyrnu.
Fjölmargir leikir voru í norska bikarnum í kvöld og þá var einn leikur í norsku úrvalsdeildinni. Rosenborg vann Álasund 3-1 en Haraldur Freyr Guðmundsson var í byrjunarliði Álasunds.
Hér að neðan má sjá úrslitin í norska bikarnum í kvöld:
Bodö/Glimt - Alta 3-1
Bryne - LovHam 1-4
Haugesund - Sandnes 3-2
Lyn - Asker 4-0
Molde - Kristiansund 2-1
Moss - Start 2-3
Odd Grenland - Sandefjord 2-0
Sogndal - Kongsvinger 3-0
Stabæk 5 - 0 Oslo Ost 5-0
Stromsgodset - Pors Grenland 5-2
Viking - Eidsvold TF 3-0