Fótbolti

Gamla konan í stuði

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jonathan David fagnar marki sínu í kvöld.
Jonathan David fagnar marki sínu í kvöld. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images

Juventus vann þægilegan 3-0 sigur á Sassuolo í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

Juventus leiddi 1-0 í hálfleik í leik kvöldsins þökk sé sjálfsmarki Tariks Muharemovic.

Miðjumaðurinn Fabio Miretti breytti stöðunni í 2-0 á 62. mínútu eftir stoðsendingu frá Kanadamanninum Jonathan David. David skoraði sjálfur minna en mínútu síðar til að innsigla 3-0 sigurinn.

Með sigrinum fer Juventus upp fyrir Roma í fjórða sæti deildarinnar á markatölu en Rómverjar unnu 2-0 sigur á Lecce í kvöld.

Juventus og Roma eru bæði með 36 stig, þremur frá toppliði Inter, tveimur frá AC Milan og einu á eftir Napoli í því þriðja. Öll þrjú liðin fyrir ofan hafa hins vegar spilað tveimur leikjum færra en Juventus og Roma.

Sassuolo er með 23 stig í ellefta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×