Lausn undan verðtryggingu 28. nóvember 2008 02:00 Skúli Helgason skrifar um evru Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn. Nauðsynlegt er að benda á þá staðreynd að sú hugmynd er jafn óraunhæf og hugmyndir um afnám tekjuskatts. Það eru tvær hliðar á hverjum verðtryggðum krónupeningi, þeir sem skulda og þeir sem lána. Ef verðtrygging er afnumin á lánum þá tapar lánveitandinn meðan skuldarinn hagnast. Slík aðgerð samsvarar riftun samnings, milli skuldara og lánveitanda. Rétt eins og afnám tekjuskatts myndi þýða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustunnar, þýðir afnám verðtryggingar mikið tekjutap fyrir lánveitendur, jafnt lífeyrissjóði sem geyma eign almennings og aðra. Afnám verðtryggingar hljómar vissulega vel í eyrum þeirra sem skulda verðtryggð lán en henni myndi fylgja slíkt uppnám og eignaupptaka að afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar fyrir samfélagið. Fyrir ríkissjóð yrðu afleiðingarnar reyndar fyrirsjáanlegar en áætlað er að kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180-200 milljarðar króna. Slíkt myndi fela í sér lántöku og aukna skattheimtu á komandi árum. Ekki er þó öll nótt úti fyrir almenning. Við eigum skýran og raunhæfan kost ef við viljum losna við verðtrygginguna og hún felst í inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa öll íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af og hverfa úr kerfinu. Verðtryggingin er í eðli sínu skattur sem lánveitendur leggja á skuldara til að verja sig fyrir því óöryggi sem fylgir óstöðugri mynt eins og krónan sannarlega er. Slíkur skattur er óþarfur þegar um er að ræða stöðuga mynt eins og evruna, enda þekkist hún ekki í samfélögum með stöðugan gjaldmiðil. Með ríkisvæðingu viðskiptabankanna hefur opnast sú leið að færa öll íbúðalán bankanna til Íbúðalánasjóðs og með þeirri breytingu yrði framkvæmd á skuldbreytingu íbúðalána mun einfaldari fyrir vikið. Framkvæmdin yrði með þeim hætti að Íbúðalánasjóður myndi bjóða öllum kröfuhöfum að breyta kröfum sínum úr krónu skuldabréfum í evru skuldabréf og í kjölfarið yrði lánþegum sjóðsins, almenningi, boðið að breyta sínum lánum til samræmis. Nú hafa í fyrsta sinn skapast pólitískar forsendur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur (og reyndar Framsóknarflokkur líka) hefur ákveðið að taka Evrópustefnu sína til endurskoðunar og niðurstaða mun liggja fyrir innan tíu vikna. Ef niðurstaðan verður jákvæð hafa skapast forsendur fyrir því að tekin verði ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við ESB á fyrri hluta næsta árs. Forsvarsmenn ESB, þeirra á meðal stækkunarstjóri sambandsins, hafa gert því skóna að aðildarferlið kynni að taka 4-5 ár. Góðar líkur eru á því að hægt væri að komast í stöðugra umhverfi enn fyrr, með aðild að myntskiptikerfinu, ERM II, sem í reynd er forstofan að myntbandalaginu. Bjartsýnismenn telja að við gætum verið komin í ERM II innan tveggja ára. Í millitíðinni er mikilvægt að íslensk stjórnvöld bjóði almenningi greiðsluaðlögun vegna húsnæðislána og að því er einmitt unnið núna á vegum ríkisstjórnarinnar. Ný lög um greiðslujöfnun munu lækka greiðslubyrði lánþega íbúðalána um 10-20% á næstu tólf mánuðum. Því til viðbótar þarf að þróa úrræði fyrir þá hópa sem dugar ekki slík greiðslujöfnun. Þar er mikilvægt að bjóða sveigjanlega greiðsluaðlögun t.d. til 5 ára fyrir fólk sem hefur orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum án þess að hafa nokkuð til þess unnið og getur ekki staðið undir greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána. Til greina kemur að lengja í lánum, veita greiðslufresti eða fella niður kröfur að hluta til að létta greiðslubyrðina meðan á þessu tímabili stendur. Af framansögðu má vera ljóst að almenningur getur gert sér vonir um bjartari tíð án verðtryggingar innan fárra ára. Ef pólitískur meirihluti skapast fyrir inngöngu í Evrópusambandið í byrjun febrúar eru líkur á að verðtryggingin verði komin á sinn rétta stað innan 5 ára, þ.e. í sögubækurnar, sem tákn þess glórulausa gjalds sem fámenn þjóð í Norðurhöfum þurfti að greiða fyrir sjálfstæða mynt í hnattvæddum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Skúli Helgason skrifar um evru Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn. Nauðsynlegt er að benda á þá staðreynd að sú hugmynd er jafn óraunhæf og hugmyndir um afnám tekjuskatts. Það eru tvær hliðar á hverjum verðtryggðum krónupeningi, þeir sem skulda og þeir sem lána. Ef verðtrygging er afnumin á lánum þá tapar lánveitandinn meðan skuldarinn hagnast. Slík aðgerð samsvarar riftun samnings, milli skuldara og lánveitanda. Rétt eins og afnám tekjuskatts myndi þýða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustunnar, þýðir afnám verðtryggingar mikið tekjutap fyrir lánveitendur, jafnt lífeyrissjóði sem geyma eign almennings og aðra. Afnám verðtryggingar hljómar vissulega vel í eyrum þeirra sem skulda verðtryggð lán en henni myndi fylgja slíkt uppnám og eignaupptaka að afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar fyrir samfélagið. Fyrir ríkissjóð yrðu afleiðingarnar reyndar fyrirsjáanlegar en áætlað er að kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180-200 milljarðar króna. Slíkt myndi fela í sér lántöku og aukna skattheimtu á komandi árum. Ekki er þó öll nótt úti fyrir almenning. Við eigum skýran og raunhæfan kost ef við viljum losna við verðtrygginguna og hún felst í inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa öll íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af og hverfa úr kerfinu. Verðtryggingin er í eðli sínu skattur sem lánveitendur leggja á skuldara til að verja sig fyrir því óöryggi sem fylgir óstöðugri mynt eins og krónan sannarlega er. Slíkur skattur er óþarfur þegar um er að ræða stöðuga mynt eins og evruna, enda þekkist hún ekki í samfélögum með stöðugan gjaldmiðil. Með ríkisvæðingu viðskiptabankanna hefur opnast sú leið að færa öll íbúðalán bankanna til Íbúðalánasjóðs og með þeirri breytingu yrði framkvæmd á skuldbreytingu íbúðalána mun einfaldari fyrir vikið. Framkvæmdin yrði með þeim hætti að Íbúðalánasjóður myndi bjóða öllum kröfuhöfum að breyta kröfum sínum úr krónu skuldabréfum í evru skuldabréf og í kjölfarið yrði lánþegum sjóðsins, almenningi, boðið að breyta sínum lánum til samræmis. Nú hafa í fyrsta sinn skapast pólitískar forsendur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur (og reyndar Framsóknarflokkur líka) hefur ákveðið að taka Evrópustefnu sína til endurskoðunar og niðurstaða mun liggja fyrir innan tíu vikna. Ef niðurstaðan verður jákvæð hafa skapast forsendur fyrir því að tekin verði ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við ESB á fyrri hluta næsta árs. Forsvarsmenn ESB, þeirra á meðal stækkunarstjóri sambandsins, hafa gert því skóna að aðildarferlið kynni að taka 4-5 ár. Góðar líkur eru á því að hægt væri að komast í stöðugra umhverfi enn fyrr, með aðild að myntskiptikerfinu, ERM II, sem í reynd er forstofan að myntbandalaginu. Bjartsýnismenn telja að við gætum verið komin í ERM II innan tveggja ára. Í millitíðinni er mikilvægt að íslensk stjórnvöld bjóði almenningi greiðsluaðlögun vegna húsnæðislána og að því er einmitt unnið núna á vegum ríkisstjórnarinnar. Ný lög um greiðslujöfnun munu lækka greiðslubyrði lánþega íbúðalána um 10-20% á næstu tólf mánuðum. Því til viðbótar þarf að þróa úrræði fyrir þá hópa sem dugar ekki slík greiðslujöfnun. Þar er mikilvægt að bjóða sveigjanlega greiðsluaðlögun t.d. til 5 ára fyrir fólk sem hefur orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum án þess að hafa nokkuð til þess unnið og getur ekki staðið undir greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána. Til greina kemur að lengja í lánum, veita greiðslufresti eða fella niður kröfur að hluta til að létta greiðslubyrðina meðan á þessu tímabili stendur. Af framansögðu má vera ljóst að almenningur getur gert sér vonir um bjartari tíð án verðtryggingar innan fárra ára. Ef pólitískur meirihluti skapast fyrir inngöngu í Evrópusambandið í byrjun febrúar eru líkur á að verðtryggingin verði komin á sinn rétta stað innan 5 ára, þ.e. í sögubækurnar, sem tákn þess glórulausa gjalds sem fámenn þjóð í Norðurhöfum þurfti að greiða fyrir sjálfstæða mynt í hnattvæddum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar