NBA: Enn líf í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 09:30 Ime Udoka reynir hér að stöðva Boris Diaw með öllum tiltækum ráðum í gær. Nordic Photos / AFP New Orleans og Cleveland eru á góðri leið með að komast í undanúrslit sinna deilda en Detroit og Phoenix héldu lífi í sínum rimmum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gær og nótt. Phoenix vann frábæran sigur á San Antonio, 105-86, þar sem Boris Diaw fór hreinlega á kostum. Hann var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf átta fráköst. Það sem meira er, hann náði að halda Tony Parker í skefjum í leiknum. Phoenix byrjaði leikinn af krafti og náði snemma góðri forystu sem liðið lét aldrei af hendi. Í seinni hálfleik var forystan sjaldan minni en 20 stig. Fyrir leikinn í gær hafði San Antonio unnið fyrstu þrjá leiki í rimmunni og hefði með sigri í gær tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Phoenix hefði þar með orðið fyrsta liðið til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Liðin mætast næst á þriðjudagskvöldið í San Antonio og munu leikmenn Phoenix freista þess öðru sinni að halda lífi í tímabilinu sínu og vinna San Antonio á heimavelli þeirra að minnsta kosti einu sinni. Tony Parker skoraði átján stig, Tim Duncan fjórtán og Manu Ginobili tíu fyrir San Antonio en það er langt undir meðaltali þeirra í fyrstu þremur leikjum þeirra í rimmunni. Damon Stoudamire var auk þeirra sá eini sem skoraði meira en tíu stig í leiknum en hann var með ellefu. Raja Bell átti einnig frábæran leik en hann skoraði 27 stig. Diaw kom næstur með 20 stig en þeir Steve Nash og Leandro Barbosa voru báðir með fimmtán. Shaquille O'Neal skoraði fjórotán stig og tók tólf fráköst. New Orleans vann Dallas á útivelli, 97-84, og komst þar með í 3-1 forystu í rimmu liðanna. Útlitið er ekki bjart hjá Dallas sem virðast ekkert ráðast við Chris Paul, David West og félaga. Dallas hefur tapað átta útileikjum í röð í úrslitakeppninni og þarf nú að vinna næsta leik á heimavelli New Orleans til að forðast það að detta úr leik. Þetta var hins vegar fyrsti sigur New Orleans í Dallas í tólf tilraunum síðan 1998 en liðið hefur auk þess ekki unnið rimmu í úrslitakeppninni síðan 2002. Dallas tapaði í fyrra fyrir Golden State í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og útlitið er ekki bjart nú. Liðið komst alla leið í úrslitin árið 2006 þar sem liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas byrjaði betur í leiknum í gær en New Orleans náði forystunni áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir héldu þægilegu forskoti í þriðja leikhluta og keyrðu svo yfir heimamenn í þeim fjórða. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 22 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst og Jason Terry kom næstur með 20 stig. Jason Kidd átti skelfilegan leik, skoraði þrjú stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hjá New Orleans var West stigahæstur með 24 stig, Peja Stojakovic skoraði nítján og Paul var með sextán, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Dallas og Phoenix fengu bæði til sín sterka leikmenn skömmu fyrir úrslitakeppnina (Dallas fékk Kidd og Phoenix fékk Shaq) en svo virðist sem að þau skipti hafi ekki borgað sig þar sem bæði lið eiga litla sem enga möguleika á að komast áfram í næstu umferð. Detroit vann Philadelphia, 93-84, þar sem öflug frammistaða í síðari hálfleik sá til þess að liðið tapaði ekki þriðja leik sínum í rimmunni. Staðan í rimmunni er nú 2-2 og mætast liðin næst á heimavelli Detroit sem fyrir rimmunna var talið mun sigurstranglegra. Flestir reikna nú með því að þeir vinni 4-2 sigur í rimmunni. Tayshaun Prince var með 23 stig og Rasheed Wallace 20 og tíu fráköst. Detroit lenti tíu stigum undir í fyrri hálfleik en vann þriðja leikhlutann með 34 stigum gegn sextán og þar með öruggan sigur í leiknum. Thaddeus Young var stigahæstur hjá Philadelphia með fimmtán stig en Andre Igoudala skoraði aðeins tólf stig en hann hitti úr aðeins fjórum af sextán skotum sínum utan af velli í leiknum. Samuel Dalbert var með tólf stig og tólf fráköst. Rip Hamilton og Chauncey Billups bætti hver við átján stigum fyrir Detroit. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 100-97, og er þar með komið í 3-1 í rimmu liðanna. Cleveland getur því klárað dæmið á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Delonte West skoraði sigurkörfu leiksins þegar 5,4 sekúndur voru til leiksloka er hann setti niður þrist. Hann skoraði 21 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 34 stig. Antawn Jamison skoraði 23 stig fyrir Washington, Caron Butler nítján og Brendan Haywood sextán. NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Sjá meira
New Orleans og Cleveland eru á góðri leið með að komast í undanúrslit sinna deilda en Detroit og Phoenix héldu lífi í sínum rimmum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gær og nótt. Phoenix vann frábæran sigur á San Antonio, 105-86, þar sem Boris Diaw fór hreinlega á kostum. Hann var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf átta fráköst. Það sem meira er, hann náði að halda Tony Parker í skefjum í leiknum. Phoenix byrjaði leikinn af krafti og náði snemma góðri forystu sem liðið lét aldrei af hendi. Í seinni hálfleik var forystan sjaldan minni en 20 stig. Fyrir leikinn í gær hafði San Antonio unnið fyrstu þrjá leiki í rimmunni og hefði með sigri í gær tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Phoenix hefði þar með orðið fyrsta liðið til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Liðin mætast næst á þriðjudagskvöldið í San Antonio og munu leikmenn Phoenix freista þess öðru sinni að halda lífi í tímabilinu sínu og vinna San Antonio á heimavelli þeirra að minnsta kosti einu sinni. Tony Parker skoraði átján stig, Tim Duncan fjórtán og Manu Ginobili tíu fyrir San Antonio en það er langt undir meðaltali þeirra í fyrstu þremur leikjum þeirra í rimmunni. Damon Stoudamire var auk þeirra sá eini sem skoraði meira en tíu stig í leiknum en hann var með ellefu. Raja Bell átti einnig frábæran leik en hann skoraði 27 stig. Diaw kom næstur með 20 stig en þeir Steve Nash og Leandro Barbosa voru báðir með fimmtán. Shaquille O'Neal skoraði fjórotán stig og tók tólf fráköst. New Orleans vann Dallas á útivelli, 97-84, og komst þar með í 3-1 forystu í rimmu liðanna. Útlitið er ekki bjart hjá Dallas sem virðast ekkert ráðast við Chris Paul, David West og félaga. Dallas hefur tapað átta útileikjum í röð í úrslitakeppninni og þarf nú að vinna næsta leik á heimavelli New Orleans til að forðast það að detta úr leik. Þetta var hins vegar fyrsti sigur New Orleans í Dallas í tólf tilraunum síðan 1998 en liðið hefur auk þess ekki unnið rimmu í úrslitakeppninni síðan 2002. Dallas tapaði í fyrra fyrir Golden State í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og útlitið er ekki bjart nú. Liðið komst alla leið í úrslitin árið 2006 þar sem liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas byrjaði betur í leiknum í gær en New Orleans náði forystunni áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir héldu þægilegu forskoti í þriðja leikhluta og keyrðu svo yfir heimamenn í þeim fjórða. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 22 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst og Jason Terry kom næstur með 20 stig. Jason Kidd átti skelfilegan leik, skoraði þrjú stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hjá New Orleans var West stigahæstur með 24 stig, Peja Stojakovic skoraði nítján og Paul var með sextán, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Dallas og Phoenix fengu bæði til sín sterka leikmenn skömmu fyrir úrslitakeppnina (Dallas fékk Kidd og Phoenix fékk Shaq) en svo virðist sem að þau skipti hafi ekki borgað sig þar sem bæði lið eiga litla sem enga möguleika á að komast áfram í næstu umferð. Detroit vann Philadelphia, 93-84, þar sem öflug frammistaða í síðari hálfleik sá til þess að liðið tapaði ekki þriðja leik sínum í rimmunni. Staðan í rimmunni er nú 2-2 og mætast liðin næst á heimavelli Detroit sem fyrir rimmunna var talið mun sigurstranglegra. Flestir reikna nú með því að þeir vinni 4-2 sigur í rimmunni. Tayshaun Prince var með 23 stig og Rasheed Wallace 20 og tíu fráköst. Detroit lenti tíu stigum undir í fyrri hálfleik en vann þriðja leikhlutann með 34 stigum gegn sextán og þar með öruggan sigur í leiknum. Thaddeus Young var stigahæstur hjá Philadelphia með fimmtán stig en Andre Igoudala skoraði aðeins tólf stig en hann hitti úr aðeins fjórum af sextán skotum sínum utan af velli í leiknum. Samuel Dalbert var með tólf stig og tólf fráköst. Rip Hamilton og Chauncey Billups bætti hver við átján stigum fyrir Detroit. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 100-97, og er þar með komið í 3-1 í rimmu liðanna. Cleveland getur því klárað dæmið á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Delonte West skoraði sigurkörfu leiksins þegar 5,4 sekúndur voru til leiksloka er hann setti niður þrist. Hann skoraði 21 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 34 stig. Antawn Jamison skoraði 23 stig fyrir Washington, Caron Butler nítján og Brendan Haywood sextán.
NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum