Monta Ellis, leikmaður Golden State Warriors í NBA deildinni, var í dag dæmdur í 30 leikja bann af félaginu fyrir samningsbrot.
Ellis meiddist illa á ökkla þegar hann datt á vespu í ágúst en reyndi að ljúga að forráðamönnum Warriors að hann hefði meiðst við að spila körfubolta.
Við nánari rannsókn á meiðslum hans kom fljótlega í ljós að það gat ekki staðist og viðurkenndi Ellis þá að hafa logið. Þetta þýðir að hann braut ákvæði í samningi sínum við félagið.
Kaldhæðni málsins er sú að Ellis var nýbúinn að skrifa undir 66 milljón dollara samning við Warriors sem færði honum eina hæstu kauphækkun sem um getur í NBA deildinni. Á miðað við gengið í dag hækka árslaun hans um meira en einn milljarð króna frá því sem var í fyrra.
Ellis sló í gegn með Golden State í fyrra þegar hann skoraði rúm 20 stig að meðaltali í leik. Hann er 22 ára gamall en var ekki valinn fyrr en númer 40 í nýliðavalinu árið 2005.
Bannið tekur gildi strax nú á undirbúningstímabilinu og þar situr Ellis strax af sér fjóra leiki. Hann verður ekki löglegur með Warriors í deildarkeppninni fyrr en undir jól, en deildarkeppnin í NBA hefst í lok þessa mánaðar.
Ellis er reyndar enn meiddur eftir vespuslysið og ljóst var að hann hefði alltaf misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna þessa. Hann fær engin laun á meðan hann situr af sér bannið og því verður kauphækkunin hans ekki alveg jafn feit í vetur og annars hefði orðið.
Fékk 30 leikja bann fyrir að detta á vespu

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn

