Erlent

Horfinn pýramídi finnst á ný

Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið aftur 4.000 ára gamlan pýramída en hann hvarf í sandinn fyrir 160 árum. Lítið er eftir af pýramídanum nema grunnur hans og gengur hann undir nafninu Höfuðlausi pýramídinn.

Hann var þekktur fyrir 160 árum en hvarf síðan sjónum manna í miklum sandstormi. Nú hafa fornleifafræðingar grafið hann upp aftur.

Pýramídinn var byggður af ættingjum faraósins Menkauhor eftir að hann lést eftir átta ára setu á valdastóli. Helsti fornleifafræðingur Egyptalands, Zahi Hawass, er mjög ánægður með að pýramídinn skuli nú loksins hafa verið grafinn upp, einkum þar sem toppinn vantar á hann. Geti það varpað frekara ljós á hverrnig pýramídarnir voru byggðir á sínum tíma.

Það var þýskur fornleifafræðingur sem fyrstur fann pýramídann árið 1842. Hann var þó aldrei grafinn allur upp og hvarf aftur í sandinn skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×