Oddaleikur hjá San Antonio og New Orleans 16. maí 2008 07:15 Manu Ginobili setti persónulegt met með sex þristum í nótt NordcPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio. Oddaleikur liðanna verður því í New Orleans á mánudagskvöldið og þar verður leikið til þrautar. San Antonio vann nokkuð öruggan sigur í leiknum í nótt og náði mest 24 stiga forskoti. Þetta var 20. leikurinn af 21 þar sem heimaliðið fer með sigur af hólmi í annari umferðinni í úrslitakeppninni. Manu Ginobili var öflugur í liði San Antonio og skoraði 25 stig, þar af sex þrista, Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst og Tony Parker skoraði 15 stig. Chris Paul fór að venju fyrir liði New Orleans með 21 stigi og 8 stoðsendingum, Tyson Chandler skoraði 14 stig, Peja Stojakovic 13 og David West skoraði aðeins 10 stig. Tölfræði leiksins West átti stórleik í fimmta leiknum í New Orleans, en lenti í villuvandræðum eins og Chris Paul í leiknum í nótt og þurfti svo að fara útaf í fjórða leikhlutanum vegna bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í fimmta leiknum. "Við vitum hvað er í húfi. Við eigum á hættu að vera slegnir út og því ætlum við ekki að gefast upp baráttulaust. Við mætum klárir í slaginn í oddaleikinn," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. San Antonio liðið hefur ekki horft fram á að vera slegið út í úrslitakeppninni síðan árið 2006 þegar liðið lenti 3-1 undir í einvígi sínu við Dallas, en kom þá til baka og tapaði oddaleik í framlengingu. Ljóst er að eitthvað verður undan að láta í oddaleiknum á mánudaginn, en spútniklið New Orleans hefur haldið áfram að koma spámönnum á óvart í allan vetur. Þá er bara að sjá hvort reynsla meistara San Antonio eða ungt og hungrað lið New Orleans hefur betur í úrslitaleiknum í einvíginu, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort LA Lakers eða Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar. Sjötti leikur Utah og Lakers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 02:30 eftir miðnætti í nótt. Þar hefur Lakers 3-2 yfir og getur tryggt sig áfram með sigri. Þá gæti einnig dregið til tíðinda í einvígi Boston og Cleveland, en sjötti leikur liðanna verður sýndur beint á NBA TV rásinni á miðnætti í nótt. Þar hefur Boston yfir 3-2 í einvíginu en þarf að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppninni ef liðinu á að takast að komast í úrslit Austurdeildarinnar þar sem Detroit bíður átekta. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio. Oddaleikur liðanna verður því í New Orleans á mánudagskvöldið og þar verður leikið til þrautar. San Antonio vann nokkuð öruggan sigur í leiknum í nótt og náði mest 24 stiga forskoti. Þetta var 20. leikurinn af 21 þar sem heimaliðið fer með sigur af hólmi í annari umferðinni í úrslitakeppninni. Manu Ginobili var öflugur í liði San Antonio og skoraði 25 stig, þar af sex þrista, Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst og Tony Parker skoraði 15 stig. Chris Paul fór að venju fyrir liði New Orleans með 21 stigi og 8 stoðsendingum, Tyson Chandler skoraði 14 stig, Peja Stojakovic 13 og David West skoraði aðeins 10 stig. Tölfræði leiksins West átti stórleik í fimmta leiknum í New Orleans, en lenti í villuvandræðum eins og Chris Paul í leiknum í nótt og þurfti svo að fara útaf í fjórða leikhlutanum vegna bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í fimmta leiknum. "Við vitum hvað er í húfi. Við eigum á hættu að vera slegnir út og því ætlum við ekki að gefast upp baráttulaust. Við mætum klárir í slaginn í oddaleikinn," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. San Antonio liðið hefur ekki horft fram á að vera slegið út í úrslitakeppninni síðan árið 2006 þegar liðið lenti 3-1 undir í einvígi sínu við Dallas, en kom þá til baka og tapaði oddaleik í framlengingu. Ljóst er að eitthvað verður undan að láta í oddaleiknum á mánudaginn, en spútniklið New Orleans hefur haldið áfram að koma spámönnum á óvart í allan vetur. Þá er bara að sjá hvort reynsla meistara San Antonio eða ungt og hungrað lið New Orleans hefur betur í úrslitaleiknum í einvíginu, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort LA Lakers eða Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar. Sjötti leikur Utah og Lakers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 02:30 eftir miðnætti í nótt. Þar hefur Lakers 3-2 yfir og getur tryggt sig áfram með sigri. Þá gæti einnig dregið til tíðinda í einvígi Boston og Cleveland, en sjötti leikur liðanna verður sýndur beint á NBA TV rásinni á miðnætti í nótt. Þar hefur Boston yfir 3-2 í einvíginu en þarf að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppninni ef liðinu á að takast að komast í úrslit Austurdeildarinnar þar sem Detroit bíður átekta. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira