Flöggum Grænfánanum sem víðast Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 30. maí 2008 00:01 Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu. 30.000 þátttakendurLandvernd stýrir Grænfánaverkefninu hér á landi en það er styrkt af umhverfisráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Það var árið 2001 sem Landvernd hóf að kynna verkefnið fyrir skólum hér á landi og vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni hér á landi. Nú eru 117 skólar þátttakendur í verkefninu og í þeim starfa samanlagt 30.000 manns. Þátttökuskólarnir eru 66 grunnskólar, 45 leikskólar, fjórir framhaldsskólar, einn vinnuskóli og einn háskóli. Skrefin sjöTil þess að fá að flagga Grænfánanum verða skólar að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið er að skipa umhverfisnefnd skólans sem í sitja fulltrúar nemenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra. Næsta skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er horft til fjölmargra þátta svo sem orkunotkunar, innkaupa og sorpflokkunar. Þriðja skrefið er að umhverfisnefndin setur skólanum markmið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Fjórða skrefið felst í að sinna eftirliti til þess að tryggja að aðgerðirnar miði að settum markmiðum. Fimmta skrefið er að nemendur fái markvissa umhverfismennt og að viðeigandi námsefni er bætt inn í skólanámskrá. Í sjötta skrefi eru skólar hvattir til að vekja áhuga annarra á umhverfismálum. Sjöunda skrefið að Grænfána er að skólinn setji sér umhverfissáttmála, móti framtíðarsýn og heildarstefnu fyrir skólann í umhverfismálum og umhverfismennt. Eflir umhverfisvitundÞað er ljóst í mínum huga að skóli sem er með virka umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á heimili, sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélagið allt. Þess vegna tel ég Grænfánaverkefnið mjög mikilvægt framlag við að efla vitund þjóðarinnar um umhverfismál. Ég óska Landvernd og nemendum og starfsfólki Snælandsskóla til hamingju með daginn og hvet um leið aðra skóla til að setja markið hátt og gerast þátttakendur í Grænfánaverkefninu. Höfundur er umhverfisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Grænfánann í dag og bætist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flestir í Evrópu. 30.000 þátttakendurLandvernd stýrir Grænfánaverkefninu hér á landi en það er styrkt af umhverfisráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Það var árið 2001 sem Landvernd hóf að kynna verkefnið fyrir skólum hér á landi og vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni hér á landi. Nú eru 117 skólar þátttakendur í verkefninu og í þeim starfa samanlagt 30.000 manns. Þátttökuskólarnir eru 66 grunnskólar, 45 leikskólar, fjórir framhaldsskólar, einn vinnuskóli og einn háskóli. Skrefin sjöTil þess að fá að flagga Grænfánanum verða skólar að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið er að skipa umhverfisnefnd skólans sem í sitja fulltrúar nemenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra. Næsta skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er horft til fjölmargra þátta svo sem orkunotkunar, innkaupa og sorpflokkunar. Þriðja skrefið er að umhverfisnefndin setur skólanum markmið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Fjórða skrefið felst í að sinna eftirliti til þess að tryggja að aðgerðirnar miði að settum markmiðum. Fimmta skrefið er að nemendur fái markvissa umhverfismennt og að viðeigandi námsefni er bætt inn í skólanámskrá. Í sjötta skrefi eru skólar hvattir til að vekja áhuga annarra á umhverfismálum. Sjöunda skrefið að Grænfána er að skólinn setji sér umhverfissáttmála, móti framtíðarsýn og heildarstefnu fyrir skólann í umhverfismálum og umhverfismennt. Eflir umhverfisvitundÞað er ljóst í mínum huga að skóli sem er með virka umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á heimili, sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélagið allt. Þess vegna tel ég Grænfánaverkefnið mjög mikilvægt framlag við að efla vitund þjóðarinnar um umhverfismál. Ég óska Landvernd og nemendum og starfsfólki Snælandsskóla til hamingju með daginn og hvet um leið aðra skóla til að setja markið hátt og gerast þátttakendur í Grænfánaverkefninu. Höfundur er umhverfisráðherra
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun