Úrslit Sveitakeppni GSÍ fara fram á morgun. Í 1. deild karla mætast sveitir GK og GKj í úrslitum.
Keilir vann í dag GKG í undanúrslitum, 3,5-1,5. Kjölur vann í dag sigur á GR, 4-1.
Það verða því GR og GKG sem mætast í leik um þriðja sætið.
Í kvennaflokki bar hæst í dag að GK vann í dag sigur á GR, 2-1. Ólöf María Jónsdóttir bar þar sigur á Ragnhildi Sigurðardóttur.
